Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 29
„Nýlega var grennslazt eftir því, hve margar fjöl-
„skyldur í þorpinu hefðu ekki salerni eða aðgang að
„því. Reyndust það vera 50 fjölskyldur".
Hér er lýst bágu ástandi í þorpinu.
Próf. G. H. lýsir í grein sinni hinum ógeðslega og hættu-
lega sið að nota fjósið sem salerni, og kemst svo að orði:
„Fjöldi sjúkdóma, t. d. blóðsótt, taugaveiki og jafn-
„vel mænusótt (lömunarveiki) berast á milli manna með
„saurnum, og flestar sóttkveikjur þrífast vel í mjólk.
„Væri fyllsta ástæða til að banna algerlega mjólkur-
„sölu frá heimilum, sem ekki hafa annað salerni en
„fjósið". (Leturbr. ritstj.)
Landlæknir bendir í Heilbrigðisskýrslum 1938 á þann
hættulega óþrifnað, að á mörg mjólkursöluheimili vanti
salerni, eða að salernin séu e. t. v. verri en engin. í sömu
skýrslu kemst héraðslæknirinn í Eyrarbakkahéraði svo
að orði:
„Dýralæknirinn tjáir mér, að þrifnaður í fjósum sé víða af
„mjög skornum skammti og óvönduð umgengni, enda sé meðferð
„mjólkurinnar eftir því. Yanhús vantar á fjölda bæja, og eru
„fjósin þá ætíð notuð í þeirra stað. Dýralæknirinn kveðst hafa
„bent stjórn Mjólkurbús Flóamanna á þetta og beint því til
„hennar að beita sér fyrir umbótum".
Þetta er ófögur saga — að framleiða mat og ganga er-
inda sinna á sama stað! Og vart getur matartegund næm-
ari á alla meðferð en mjólk.
Stjórnmálamenn vorir hafa þótt taka frekar harðvítug-
um tökum á öllu fyrirkomulagi um mjólkursölu. Ýmsum
þykir þó hafa böngulega til tekizt um mjólkurmarkað
höfuðstaðarins, þar eð ekki hefir verið hlynnt að mjólkur-
framleiðslu í nágrenni bæjarins, til þess að útvega borgar-
búum sem nýjasta mjólk.
En, hve lengi ætla ráðamenn mjólkurmálanna að láta
Heilbrigt líf
27