Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 32
kælirúmi. Blóðvatnið er því tiltækt, hvenær sem þarf á
því að halda. Vér vonum, að það fái að standa óhreyft
sem lengst.
í sögu Skagstrendinga og Skagamanna, eftir Gísla Kon-
ráðsson, er komizt svo að orði um myndarkonu eina: „Sig-
ríður var vitur, skáldmælt og tók blóð“. Lýsingin ber með
sér, að blóðtökurnar voru fyrrum í höndum fyrirfólks, eða.
a. m. k. þeirra, sem vandaðir voru og vel gefnir. í þann
tíma létu menn opna sér æð eingöngu sjálfs sín vegna. En
hinn mikli hópur ungra manna, sem varð við kalli Rauða
Krossins í vetur, gaf blóð sitt fyrir aðra, sem kynnu að
þurfa þess með. Það er hollt að íhuga þetta drengskapar-
bragð fyrir þá, sem hafa litla trú á æskulýð nútímans!
BrandsstaJSa- \ þessari merku bók er mjög lýst tíðarfari
annáil. um þag gkeið, sem annállinn nær yfir.
Líka er getið um almennt heilsufar. Kunnugleiki höfund-
arins nær einkum til Austur-Húnavatnssýslu og Skaga-
fjarðar vestan Héraðsvatna. — Árið 1852 er svo að orði
komist:
„Heilbrigði var almenn, sem sjaldan er í mestu hita-
sumrum“. (Leturbr. ritstj.)
Það er eitthvað sérstaklega raunalegt í þessari frásögu.
Þá sjaldan tíðin lék við landsfólkið, og mönnum átti að
geta liðið vel í hlýindunum, var sízt mannheilt í sveitun-
um. Það er sárt fyrir þjóð í köldu landi að geta ekki notið
þess, þegar vægir til um tíðarfarið. Hver var orsökin til
þess, að einmitt skyldi vera krankfellt á hitasumrum?
Þegar ég las hina fróðlegu grein Jóhanns yfirlæknis
Sæmundssonar í þessu hefti „Heilbrigðs Lífs“ — „Bakt-
eríur, vinir og féndur lífsins“, datt mér í hug þessi frá-
sögn Brandsstaðaannáls. í þann tíð hefir vafalaust verið
meiri bakteríugróður á heimilunum og kringum þau, en
gera má ráð fyrir nú á dögum.
30
Heilbrigt líf