Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 33
En Jóh. Sæmundsson lýsir því m. a., hvaða sýklar þró-
ist í mjólk, og nefnir þær bakteríur, sem valda taugaveiki,
blóðkreppusótt, skarlatssótt og hálsbólgu. I hitabreyskj-
um gerir slíkur gerlagróður einkum vart við sig. — Og
svo er annað: Á köldustu sumrum kviknar varla fluga-
En þegar hitar ganga, vakna þær til lífsins, og bera sótt-
næmi víðs vegar. Prýðileg skilyrði til vaxtar og viðgangs
hafa flugurnar haft fyrr á tímum, áður en vatnsveita og
skólpveita þekktust á heimilum, og einkum á hitasumrum,
en salerni engin eða óþriflega útbúin, eins og lýst er í rit-
gerð próf. G. H. „Sagan um salernin" í þessu hefti „Heil-
brigs Lífs“. En flugurnar fara víða, og bera sýkla manna
á milli og í matvæli.
Nútíma menn standa ólíkt betur að vígi. Bakteríu- og
sjúkdómafræðin hefir skýrt alla þessa hluti. Nú ættu ís-
lendingar að geta notið öndvegistíðar að sumrinu til
áhættulaust, ef þeir hlíta ráðum heilsufræðinga um hrein-
læti utanstafs og innan. Og svo hefir bætzt við enn eitt
atriði, sem vafalítið gæti verið stórlega heilsubætandi.
En það er, að kaldar matargeymslur verði algengari en
nú á sér stað. Almenningur í kaupstöðum þarf að eiga
greiðari aðgang að frystihúsum en nú. En í sveitum ættu
ískofar að vera til á hverjum bæ. Þar má geyma nýmeti,
og varðveita gamla matinn betur en nú á sér stað.
Björn bóndi Bjarnason á Brandsstöðum í Húnaþingi
ritar annál sinn um árin 1783—1858. í upphafi bókarinn-
ar kemst hann svo að orði um árferði: „Árgæzkan kemur
eftir harðindin sem skin eftir skúr. Það bága varir oft
stutta stund, en hið blíða lengi. Skynsemin er manni gefin
til að lifa ánægður við hvort tveggja og ígrunda, hvernig
tíðin hefir verið brúkuð. Má þá oft sjá vanbrúkaða góðu
tíðina og fyrir það hryggilegar afleiðingar af þeirri
bágu“.
Þetta er góð heimspeki. En leitt er til þess að vita, að
Heilbrigt líf 3J