Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 34
liöfundurinn og samtímamenn hans gátu ekki notið árgæzk-
unnar vegna vanþekkingar á ráðstöfunum til þrifnaðar
og sóttvarna. 0g engum datt þá í hug að nota sólina til
heilsubóta og taka sólböð. Fyrir 90 árum gátu landsmenn
ekki notið sumarhitanna kvíðalaust. En nú er óhætt að
hlakka til þeirra. Heimur fer ekki versnandi — þrátt
fyrir allt.
„Lúsin heidur Þessi orð eru tilfærð úr síðustu heilbrigðis-
veiu ennþa“. gkýrslum, 1938, eftir einum af héraðs-
læknum landsins. Landsmenn hafa löngum
unað samfélagi við þessar skepnur. Og þeir hafa jafnvel
.áður fyrr lagt trúnað á, að títlurnar vildu eingöngu líta
við mönnum með fyrsta flokks holdvessa. Almenningur
leit löngum á "þetta sem hraustleikamerki, eins og Hannes
Guðmundsson bendir á í grein sinni um líferni lúsarinn-
ar. Og mikið má vera, ef ekki eimir eftir af þeim hindur-
vitnum enn í dag. Að minnsta kosti hefir enn ekki verið
gerð veruleg tilraun til þess að aflúsa landsmenn. Víða er
lítið amast við þessum húsdýrum. Menn kemba úr sér
mestu óværuna, athuga títlurnar á kambinum, gera sér
grein fyrir þeim eins og fjárglöggur maður, sem lítur yfir
sauðskepnurnar, og athugar, hve þær eru misjafnlega
vænar. „Hún er ekki mörlaus þessi“, sagði karlinn, þegar
ein títlan var kramin undir nöglinni.
En nú fara alvarlegir tímar í hönd fyrir þessa tryggu
fylgifiska mannfólksins hér á landi. Vísindamennirnir
hafa sem sé lostið því upp um fatalúsina, að hún beri í
sér smáverur þær, sem nefnast Rickettsiæ, eftir ameríska
lækninum Howard Taylor Ricketts (1871—1910). Nýlega
hefir próf. Niels P. Dungal lýst þessum örsmáu sýklum í
útvarpserindum sínum um virus, og líka í dagblöðunum.
Og í grein Hannesar Guðmundssonar er þessu nú lýst í
32
Heilbrigt líf