Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 35
,,Heilbr. Líf“. Þessir örsmáu sýklar lúsarinnar valda út-
brotataugaveiki, mjög skæðri sótt.
Veikin er landlæg í Rússlandi, og er haft eftir lækn-
um, sem kunnugir eru á þeim slóðum, að hún sé hvergi
nærri eins mannskæð þar sem annars staðar, þegar hún
berst til nágrannalandanna. En það bregzt aldrei á styrj-
aldartímum. I fyrri heimsstyrjöld tók þó milljón Serba
útbrotataugaveiki, en 100 þúsund misstu lífið.
Þessi hætta vofir nú yfir íslenzku þjóðinni vegna sam-
gangna við rússneskar hafnir. íslendingar mundu standa
berskjkldaðir fyrir, ef drepsóttin bærist hingað. En ólús-
ug þjóð þarf ekki að óttast útbrotataugaveiki.
Brýna nauðsyn ber nú til að aflúsa þjóðina til þess að
firra hana augljósri hættu, og hefði mátt gera það fyrr,
þótt ekki hefði gefizt þetta sérstaka tilefni. Þetta verk
verður að vinna af læknum og hjúkrunarkonum, sem fara
um landið, aflúsa fólkið og sótthreinsa um leið fatnað.
Það eru ekki mörg ár síðan einn af hverjum þúsund ís-
lendingum höfðu geitur í höfðinu. Með röntgenlækningum
hefir verið gerð sú hríð að geitunum, að mjög fáir sjúkl-
ingar eru nú eftir. Vonandi tekst ekki síður að vinna á
lúsinni, ef hafizt verður handa.
Fjöldi húsmæðra mundi taka með þökkum hjálp til að
útrýma óværunni, því að verkið er ekki auðvelt að ýmsu
leyti. En það er fullkomið andvaraleysi að láta reka á reið-
anum í þessu máli.
Tanniækníngar. A. Baarregaard, tannlæknir á fsafirði,
hefir látið sér annt um að kynna almenn-
ingi hugmyndir lækna og tannlækna um, hve mikils virði
má telja fyrir heilsuna að halda tönnum sínum heil-
brigðum fram eftir ævinni. Tannlæknirinn hefir m. a.
unnið að því með kvikmyndasýningum. Nýlega hefir hann
og sent út á prenti tvær greinar þessu viðkomandi. Önnur
Heilbrigt líf — 3
33