Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 36
nefnist „Þarf að hirða barnstennurnar ?“ eftir próf. J. J.
Holst, og er þar sýnt fram á, að ekki má slá slöku við
barnstennurnar. Hin greinin er eftir próf. E. Budtz-
Jörgensen og nefnist: „Tannsjúkdómarnir og baráttan
gegn þeim“. Er þar lýst tannátu, tannlosi og tannskekkju.
Lúðvíg Guðmundsson, skólastjóri, hefir snúið þessum
greinum úr dönsku.
Hr. A. Baarregaard á þakkir skilið fyrir hinn ríka
áhuga sinn á þessu máli.
Eru ísiendingar Sú var tíðin, að 7. hver maður hér á landi
ennþa sullaveikir? var su]]aVeikur. Sem betur fer er það lið-
in tíð, og sumir eru jafnvel orðnir það
bjartsýnir, að sullaveikin muni í þann veginn að hverfa
á íslandi.
Því miður er þessu ekki svo varið, og einkar fróðlegar
upplýsingar í þessu efni má fá í doktorsriti Dr. G. Fr.
Petersens, sem hann varði í Háskólanum upp úr síðustu
áramótum. Rannsóknir dr. Petersens eru að vísu um æða-
kölkun. En jafnframt hefir hann kynnt sér margt annað
viðvíkjandi heilsufari 307 manna, sem hann hafði til at-
hugunar.
Það kom í ljós, að 5,5% af þessu fólki, sem allt var
fertugt og eldra, hafði haft sullaveiki, eða þá að á rönt-
genmyndum sáust deili til sulls, venjulega í lifrinni. Skv.
lauslegri áætlun Hagstofunnar er gert ráð fyrir, að rúm-
lega 34 þús. manns hafi verið á þessu aldursskeiði árið
1940, þegar þetta fólk var athugað. Og geri maður ráð
fyrir, að fólk yfir fertugt sé yfirleitt álíka sullaveikt og
fólk það, sem dr. Petersen athugaði, þ. e. a. s. 5,5%, má bú-
ast við, að yfir 1800 manns á þessum aldri sé þá sullaveikt,
eða hafi verið það. Hér kemur svo til greina, að vafalaust
hefðu fleiri reynzt sullaveikir, ef dr. Petersen hefði leitað
34
Heilbrigt líf'