Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 38
Guðmundur Hannesáon,
prófessor:
SAGAN UM SALERNIN
Það má sjá af sögum vorum, að salerni voru víða á
sveitabæjum, að minnsta kosti til loka Sturlungaaldar, og
er ekki ólíklegt, að þau hafi verið á hverjum bæ eða því
sem næst. Margir kannast t. d. við frásögn Laxdælu (47.
k.): „í þann tíma var það mikil tízka, að úti var salerni
og eigi allskammt frá bænum, og svo var að Laugum“.
Varnaði Kjartan heimilismönnum í þrjá daga að ganga
til salernis, og þótti það hin mesta svívirðing. Þetta var
um 1000, en frásögnin bendir til þess, að útisalerni hafi
verið orðin fátíð, er sagan var skrifuð, en talið er, að það
hafi verið um 1230. Eyrbyggja hefir sömu sögu að segja:
„I þann tíma voru útikamrar á bæjum“ (26. k.). Saga
þessi var rituð á öndverðri 13. öld. Mörg önnur dæmi
mætti nefna, sérstaklega úr Sturlungu.
Því miður er þessum fornu útisalernum hvergi lýst svo
vel sé. En hins vegar má ganga að því vísu, að landnáms-
menn hafi verið vanir þeim í Noregi og byggt þau hér
sem líkust því, sem tíðkaðist þar. Nú vill svo vel til, að í
sögu Ólafs helga (83. k.) er sagt nokkru nánar frá salerni
í konungsgarði í Noregi. Þar segir svo: „Mikið salerni var
í garðinum og stóð á stöfum, en rið upp að ganga til
dyranna“. Salerni þetta hefir hlotið að vera timbursalerni
og allháar stoðir eða.stafir undir því, svo þar yrði rúm
fyrir heilan saurindahaug. Þá er og sagt frá því, að hús
þessi hafi stundum verið allstór, svo að fleiri menn gátu
36
Heilbrigt líf