Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 42
duga skal! Það er ekki ýkjamikill munur á sýslunum.
Rangárvallasýsla er hér fremst í flokki, Árnessýsla nokkru
lægri, en Skaftafellssýsla lægst. Sé nú aftur spurt, hvaða
hreppar skari fram úr, þá eru það þessir heiðurshreppar
(hver í sinni sýslu) :
í V.-Skaftafellssýslu: Hörgslandshreppur (87%),
í Rangárvallasýslu: Landmannahreppur (92%),
í Árnessýslu: Gnúpverjahreppur (97%).
Hér vantar ekki nema herzlumuninn, til þess að salerni
sé á hverjum bæ, ef ekki fyrir hvert heimili, sem þar kann
að vera.
Mér er nær að halda, að Norðlendingar standi hér langt
að baki Sunnlendingum, þótt margt hafi breytzt á síðustu
árunum. Mér er ókunnugt um aðra landsfjórðunga. Það
væri hið mesta nauðsynjamál, að safnað væri skýrslum um
land allt um salernin, með nokkurra ára millibilum, og
engum stendur þetta nær en Búnaðarfélagi íslands og
Ræktunarfélagi Norðurlands.
En það er ekki allt fengið með því, þótt einhver salernis-
nefna sé á bænum. Ef vel á að vera, þarf að velja því
heppilegan stað, þar sem ekki ber mjög mikið á því, auð-
velt er að komast að því, er tæma skal forina, ekki baga-
legt aðfenni og helzt þarf að vera bæði utan- og innan-
gengt í það, því að salerni koma ekki að hálfum notum,
nema allir geti notað þau að vetrinum. Auk þessa þarf kof-
inn að vera traustur og sæmilega smíðaður. Það er ekki
allskostar auðvelt að ráða vel fram úr þessu, ekki sízt í
torfbæjum. En nokkra leiðbeiningu ættu mælingamenn
búnaðarfélaganpa að geta gefið um þessí atriði, og auk
þess má vísa til greinar um „Salerni í sveitum" í Almanakí
Þjóðvinafélagsins 1932. Þar er m. a. efnis- og kostnaðar-
áætlun, uppdrættir o. fl.
40
Heílbrigt líf