Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 43
En þótt vér hefðum komið upp sæmilegu forarsalerni,
þá gæti það viljað til, að vér værum engu nær, að enginn
vildi nota það! Ég þekki að vísu engin dæmi þess hér á
landi, en þetta vildi til bæði í Noregi, Rússlandi o. v. Því
var kennt um, að fólkið, sem hafði vanizt því að vera án
salernis, vildi halda gömlum vana, og þætti auk þess óþef-
ur á salernunum. En sennilega hefir það ráðið mestu, að
salernin hafa verið illa hirt. Það þarf að líta eftir þeim
daglega og sjá um að setan sé ætíð tárhrein og blöð í
blaðastokknum. Sé þetta vanrækt, má búast við því, að
salernið verði fljótlega svo óþrifalegt, að enginn vilji nota
það. Þó er enn hættara við þessu á fötu- eða kassasalern-
um. Það gleymist oft að tæma fötuna í tæka tíð. Sé salerni
haldið hreinu, líður ekki á löngu áður en fólkið gætir þar
nauðsynlegs þrifnaðar.
»
Forarsalernin hafa til skamms tíma verið ódýrasta og
hentugasta úrræðið í sveitum, en nú er þetta breytt. Vatni
er nú mjög víða veitt í bæinn, og þá líður ekki á löngu
áður en skólpveita sé einnig gerð. Þar sem svo er komið,
verður það oftast hyggilegast að gera vatnssalerni í hús-
inu. Þessu fylgir að vísu nokkur kostnaður, og áburður-
inn fer venjulega forgörðum. En vatnssalerni fylgja svo
mikil þægindi og þrifnaðarauki, að enginn mun sjá eftir
því að taka þennan kost. Þó ber að gæta þess, að ekki geti
frosið í salernisklefanum. Ég hefi átt tal um þetta við
nokkra bændur, sem reynt hafa, og allir voru þeir sam-
mála um, að því fé hafi verið vel varið, sem gekk til vatns-
salernisins. Menn hafa fundið upp margar gerðir af sal-
ernum og sumar furðu góðar, en engin þeirra hefir get-
að keppt við vatnssalernin.
Vatnssalernin eru svo mikil framför í þrifnaði og heil-
brigðismálum, að vert er að geta forgöngumannanna.
Heilbrigt líf
41