Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 44
Fyrsta vatnssalernið hér á landi gerði Otto Wathne í
íbúðarhúsi sínu á Seyðisfirði 1895. Næsta salernið var
gert í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í Reykjavík 1906
eða 1907. Því fylgdi rotþró í kjallara hússins, því engin
var þar skólpveita. Þriðja vatnssalernið lét Gísli Johnsen,
konsúll, gera í húsi sínu í Vestmannaeyjum 1908. Nú má
heita, að þau séu sett í hvert vandað hús í kaupstöðum
vorum og kauptúnum.
Ég vil að lokum minnast á einn afleitan ósið, sem mér
virðist hafa borizt frá Suðurlandi til Austurlands og það-
an norður. Hann er sá að nota fjósið fyrir salerni. Þetta
•er ekki aðeins viðbjóðslegt, heldur hættulegt. Fjöldi sjúk-
dóma, t. d. blóðsótt, taugaveiki og jafnvel mænusótt (löm-
unarveiki), berst á milli manna með saurnum, og flestar
sóttkveikjur þrífast vel í mjólk. Væri fyllsta ástæða til að
banna algerlega mjólkursölu frá heimilum, sem ekki hafa
annað salerni en fjósið.
Svo virðist sem þessi ósiður sé íslenzk uppfynding. Ég
hefi að minnsta kosti hvergi séð minnzt á hann í erlend-
um bókum um heilsufræði, þó að þar sé lýst mörgum gerð-
um af salernum. í uppvexti mínum, og meðan ég dvaldi
á Norðurlandi, heyrði ég aldrei um hann getið, en nú er
mér sagt, að þessi ósómi hafi borizt þangað.
Þrátt fyrir allar framfarir á síðustu áratugunum, verð-
ur þess líklega langt að bíða, að sæmilegt salerni sé á
hverjum bæ í sveitum og fylgi hverri íbúð í kauptúnum
og sjávarþorpum. Þennan tíma má að sjálfsögðu stytta
stórum með því að taka það í lög, að salerni skuli vera á
hverjum bæ, innan ákveðins tíma, að viðlögðum sektum.
En í kauptúnunum er þetta ákveðið með heilbrigðisreglu-
gerðum. Tvisvar hefir verið reynt að fara þessa leið, en lít-
ið á unnizt. Árið 1933 var frv. borið fram á Alþingi þessa
42
Heilbrigt líf