Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 45
efnis, og skyldi salerni vera á hverju býli innan 5 ára. Var
j)á ætlazt til, að sjálf salernin fengjust að mestu tilbúin í
ákveðnum verzlunum, og svo ódýr sem unnt væri, en auk
þess skyldi styrkur veittur til þess að steypa forina. Máttu
þetta heita vildarkjör fyrir bændur. Þingmenn könnuðust
við, að hér væri að ræða um nauðsynjamál, en ekki mun ,
þeim hafa þótt þetta mál atkvæðavænlegt, svo að það féll
niður og var afgreitt með rökstuddri dagskrá. Nokkrum
árum síðar var fitjað upp á þessu máli á ný, og mælti Bún-
aðarfélag íslands með því. Þingmönnum þótti þetta hvim-
leið sending, og málið strandaði aftur á „pólitíkinni". Þó
var það ákvæði sett, að ekki skyldi veita styrk til safnfora,
nema salerni væri á bænum.
Svo segi ég þessa sögu ekki lengri.
FÓLKSFJÖLDI, BARNKOMA OG MANNDAUÐI
Á ÍSLANDI 1939
Tölur síðasta árs í svigum
Fólksfjöldinn á öllu landinu í árslok 1939 var 120264 (118888).
Lifandi fæddust 2331 (2326) börn eða 19,4%c (19,7%0).
Andvana fæddust 37 (62) börn eða 15,6%c (26,0%o) fædd"ra.
Manndauði á öllu landinu var 1160 (1202) menn eða 9,7%0
(10,2 %0).
Á 1. ári dóu 87 (68) börn eða 37,3%0 (29,2%c) lifandi fæddra.
Hjónavígslur voru 706 (644) eða 5,9%0 (5,4%a).
í Reykjavík var mannfjöldinn í árslok 38219 (37366).
Heilbrigt líf
43