Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 46
Dr. Helgi Tómasson:
PEGAR KARLMENN ELDAST
(Útdráttur úr erindi í Læknafélagi Reykjavíkur
14. jan. 1942)
Iðulega er um það talað, að meðalaldur manna sé sí-
fellt að lengjast. I daglegu tali skilur fólk þetta oftast svo,
að því sé óhætt að gera ráð fyrir að verða langlífara en
forfeður þess, m. ö. o., að hin einstaka mannsævi sé orðin
nokkru lengri en áður.
Þessu er þannig varið, að t. d. árið 1850 höfðu öll ný-
fædd börn líkur fyrir því að verða að meðaltali 38 ára;
þau, sem fæddust árið 1900 45 ára, 1910 50 ára, 1920 55
ára, 1930 61 árs, 1935 66—67 ára. Miklu fleiri af þeim
börnum, sem fæðast nú á seinni árum, ná m. ö. o. háum
aldri. Árið 1850 vor^ 45 af hverju þúsundi landsmanna
65 ára eða eldri; 1870 voru þeir 49, 1890 53, og árið 1901
voru þeir 59. Árið 1910 eru þeir orðnir 65, en 1930 um
80 af þúsundi (og með svipuðu framhaldi verða þeir helm-
ingi fleiri 1980).
Þetta stafar fyrst og fremst af því, að ungbarnadauði
hefir minnkað svo mjög, og, að fleiri og betri ráð eru nú
gegn ýmsum farsóttum.
Þessar breytingar koma greinilega í ljós á töflum líf-
tryggingarfélaganna. En þær sýna jafnframt, að langlífis-
horfur manna, sem orðnir eru fertugir eða meira, hafa
staðið í stað frá því fyrir aldamót til ársins 1935. Dánar-
tölur manna yfir 40 hafa ekki batnað, svo að líkur eru
engar til þess, að fertugur, fimmtugur, sextugur eða sjö-
44
Heilbrigt líf