Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 47
tugur maður verði langlífari nú en fyrir aldamótin, þrátt
fyrir allar framfarir, sem orðið hafa í læknisfræði og á
öllum öðrum sviðum, sérstaklega á öllum ytri kjörum
manna.
Þetta kann að koma mönnum nokkuð undarlega fyrir
sjónir, en er samt staðreynd, sem nauðsynlegt er að horf-
ast í augu við.
Hér er því mikið verkefni fyrir lækna á næstu árum,
verkefni, sem einnig skiptir þjóðfélagið mjög miklu mál/.
Fyrir 40—60 árum blöskraði mönnum svo barnadauð-
inn, sem þá var, að læknisfræðin snérist af alefli gegn
þeim ósköpum. Árangur sá, sem náðst hefir, er vafalaust
eitt mesta æfintýri í sögu mannsins.
Mönnum blöskraði að sjá ný og ung líf slokkna út af,
það kom við tilfinningar þeirra m. a., vegna þess að for-
eldrarnir sjálfir voru yfirleitt ungt fólk.
En, þó að fullorðið og gamalt fólk dæi, var það talið
sjálfsagður gangur lífsins, sem síður snerti yngra fólkið.
Það var, og er jafnvel oft svo, að yngra fólkinu þykir létt-
ir að því að hið gamla og hruma deyi. Hvötin hjá hinum
yngri til þess að reyna að bægja dauðanum frá hinum
gömlu var því ekki eins rík og þegar börnin áttu í hlut.
Það er fyrst, þegar unga fólkið fer að horfa fram á það
í alvöru, að fyrir því liggi einnig að verða gamalt, sem
það fer að hugsa um ellina. Sennilega verður flestum fyrst
fyrir sú hugsun að reyna að slá henni á frest. En, þegar
ekki verður lengur undan forlögunum flúið, er að taka
þeim nauðugur viljugur.
Glíman við ellina er æfagömul, eins og kunnugt er. En
það mun sönnu næst, að oftast hafa það verið fullorðnir
eða aldraðir menn, sem við hana hafa átt. En einmitt þar
hefði framar öllu þurft á eldlegum áhuga æskumanna að
halda.
Tilefnið til þess, að ég, sem er geð- og taugasjúkdóma-
Heilbrigt líf
45