Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 48
læknir, hefi tekið þetta efni til athugunar frá læknisfræði-
legu sjónarmiði er, að mergur málsins, hvort ellin sé æski-
leg, snýr einkum að okkur geð- og taugasjúkdómalæknum.
Því að það virðist augljóst, að há elli sé því aðeins æski-
leg, að unnt sé að koma í veg fyrir andlega hrörnun og
halda nokkurn veginn óskertum líkamskröftum.
Önnur ástæðan er sú, að taugalæknis leita margir sjúkl-
ingar með almennar óákveðnar kvartanir, þannig að
sjúklingarnir sjálfir gera sér oft ekki grein fyrir, hvar
þeir eru lasnir, og oft finna læknar þeirra það ekki held-
ur. Þeir telja þá, að eitthvað sé að í taugunum, og vísa
sjúklingunum til taugalæknis.
Taugalæknanna leita því óhjákvæmilega allmargir
sjúklingar með byrjunareinkenni sjúkdóma í ýmislegum
líffærum líkamans. Og hlutverk taugalæknanna verður oft
aðeins sjúkdómsgreining, sem m. a. lýsir sér í því, að
þriðjungi sjúklinganna er vísað áfram til annarra lækna.
Það er því Ijóst, að athuganir á sjúklingum taugalæknis
geta haft nokkra almenna þýðingu til þess að gera sér
grein fyrir því, sem skeður, er menn eldast. Við slíka at-
hugun má e. t. v. fá nokkra vísbendingu um, hvaða líffæri
bili fyrst hjá fólki, er ellin nálgast, í því skyni að reyna
að fresta ellihrumleikanum eða koma í veg fyrir hann,
með því að styrkja þessi líffæri þegar í stað, eftir því sem
föng eru til.
Rannsóknir á eðli ellinnar má gera með þrennu móti r
1) rannsókn á dánarorsökum gamalmenna. 2) athugun á
sjúkdómseinkennum þeirra, sem dvelja á elliheimilum og
sjúkrahúsum. 3) rannsókn á sjúkdómseinkennum þeirra,
sem eru ekki komnir á elliár (þ. e. yngri en 60 ára), eða
ekki svo gamlir, að þeir þurfi á hælisvist að halda.
Allar þessar rannsóknir eru auðvitað nauðsynlegar, og
hafa verið gerðar að nokkru leyti.
Einkum hefir dánarmeinum gamalmenna verið gaumur
46 Heilbrigt líf