Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 50
anna, og því erfitt að átta sig á, hvað sé sígilt í þeim.
Telja sumir, að ellin sé „eðlileg hrörnun“ frumanna og
líkamsvessanna. En aðrir halda því fram, að ellimörkin í
líffærunum séu afleiðingar næmra sjúkdóma, eiturverk-
ana, slysa og næringartruflana.
Allir eru sammála um, að ekki nein einstök bilun geti
útskýrt ellina. Líffærin endast mjög mismunandi, bæði
hjá einum og sama manni og meðal ýmsra manna. Það er
í samræmi við almenna líffræðilega þekkingu, að í upp-
hafi séu hverri samsettri lífsveru nokkur mörk sett um það,
hve mikið hún geti vaxið, og, hve lengi lifað. En þó hafi
ytri aðstæður og aðbúnaður auk þess talsverð áhrif á,
hvernig úr þessu spilast. Mestu ræður vitanlega næring
frumanna, og hefir hún auðvitað mesta þýðingu fyrir lífs-
veruna, meðan hún er á frumstæðustu tilverustigum, þ. e.
a. s. áður en veruleg sundurgreining í ýmis líffæri hefir
farið fram. Þegar hún er um garð gengin, gætir áhrifa
næringartruflana með öðrum hætti, þó að ekki sé enn
nema takmörkuð þekking manna á því í einstökum atrið-
um. Sama eða svipað verður að segja um alls konar áföll
og eiturverkanir, sem líkaminn verður fyrir. Það er afar
mismunandi, hve fljótt frumur breytast í líkamanum, en
örastur er vöxturinn í byrjun. Ýmsir hlutir geta haft
áhrif á hraða hans á mismunandi þroskastigum, svo að
lífsverurnar hljóta því að vaxa og eldast mjög misjafn-
lega mikið á sama tíma. Hjá mönnum verður því t. d. ellin
líffræðilegt fyrirbrigði, sem háð er ýmsum menningar-
legum, félagslegum og sálfræðilegum atriðum.
Flestir eru sammála um, að menn eldist yfirleitt betur
nú en fyrir 50—100 árum, þ. e. a. s., að 60—70 ára gamall
maður sé yfirleitt unglegri nú en menn voru þá á sama
aldri. Sé þetta rétt, er hér sennilega um áhrif ytri lífs-
kjara að ræða, sem sé þess, hve allur aðbúnaður er talinn
betri nú en áður. En, þar eð, eins og áður er sagt, meðal-
•48
Heilbrigt líf