Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 51
lífshorfur mann^ yfir fertugt eru ekki hótinu betri nú en
áður var, bendir það til þess, að við höfum ekki ennþá
hitt á það eða þau atriði í aðbúnaði mannanna, sem lengja
líftóruna úr því maður er orðinn fertugur.
Til þess að leita að þessu, þarf fyrst að gera sér ljóst,
hvernig gamlir menn eru, og því næst. hvað skeður, þegar
menn eru að verða gamlir, þ. e. s. í hvaða líffærum
koma einkum fram breytingar, þegar menn eru að byrja
að eldast.
Frá alda öðli hefir sálarlíf þeirra verið talið öðruvísi
en ungra manna. Gamall maður hefir orðið fyrir margs
konar áhrifum um æfina, hann hefir lifað barnsaldur
og æskuár, með sérkennum þeirra, og unglings- og mann-
dómsárin með gleði þeirra og sorgum. Þessi margvíslega
reynsla hans mótar viðhorf hans til hlutanna, svo að hann
lætur sér síður miklast, stillir betur skap sitt, lifir yfir-
leitt rósamara tilfinningalífi. Fimmtugur eða sjötugur
maður verður öðruvísi ástfanginn en sá tvítugi, eftir því
sem margir tvígiftir menn hafa upplýst. Öfgamennirnir
spekjast furðanlega, þegar aldurinn færist yfir þá.
Vitsmunir, viljaþrek og dómgreind, að svo miklu leyti
sem lífsreynslunnar gætir, mega sín meira en hjá hinum
yngri. Skipulags- og stjórnarhæfileiki er því yfirleitt tal-
inn meiri.
Hæfileikinn til þess að nema nýtt og óvant efni dvínar
greinilega, en virðist mjög háður athyglinni og áhugan-
um, eins og ætíð. Viðbragðshraðinn minnkar, svo að skynj-
an öll verður nokkru tregari. Einkum minnkar sársauka-
skyn áberandi, svo að eldra fólk þolir oft vel það, sem
veldur hinum yngri talsverðum kvölum. Allt bragð verður
mun daufara, enda fækkar bragðlaukum tungunnar um
% frá 20 til 80 ára aldurs. Alkunna er, hvernig heyrn og
sjón daprast. Þessar dvínandi skynjanir eru máske aðal-
orsök minnisleysis þess á nýorðna hluti, sem snemma ber
Heilbrigt líf — U
49