Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 53
sækja að þeim, þó að margir hafi viljað telja það fyrir-
boða þess, að lind lífsins færi nú að þorna. Algengast
virðist, að kynhvatir dofni um fertugt, en blossi að vísu
nokkuð upp aftur síðar. Nákvæma vitneskju um þetta
vantar algerlega. Ekki dregur snögglega úr hormónáhrif-
um kynkirtlanna, en hormónframleiðslan smáminnkar
með aldrinum. Einstaklingsmunur er þó vafalaust mjög
mikill. Sáðfrumur finnast hjá a. m. k. öðrum hverjum
karlmanni um sjötugt, og þá um leið hæfileikinn til þess
að geta eignast afkvæmi. Hæfileikinn til samfara og kyn-
nautna þarf ekki að fara eftir þessu, og er ekki háður
kynhormónum, eins og sumir vilja vera láta, heldur gætir
fullt eins mikið áhrifa frá makanum, og sálarlegra atriða.
Ýmsar breytingar verða í holdvefjum ytri og innri kyn-
færa. En um þýðingu þessara breytinga er lítið vitað og
þær óvissar. Sama má segja um alla aðra lokaöa kirtla.
f taugakerfinu verða margvíslegar ellibreytingar. Heila-
himnur, taugafrumur og þræðir breytast bæði í stórheila
og litlaheila, heilastofni, mænu, taugum og taugahnoð-
um. Að vísu er það svo, að ekki verður með öruggri
vissu sagt, hvað mestu máli skipti af þessum breytingum,
hvað telja beri normalt, og, hvar sjúkleg hnignun byrji,
eða hvernig eigi að samræma taugakerfisbreytingarnar við
sálarleg umskipti hjá mönnum. En ekki orkar tvímælis,
að breytingarnar eru fyrir hendi.
Enginn líkamshluti ber eins með sér ellina og húöin.
Hver maður kann skil á hrukkum, hærum, skalla o. s. frv.
Leikir sem lærðir þekkja „gamalmennahúðina“. Og allt,
sem menn leggja á sig, til þess að halda húðinni fínni,
sýnir, hversu geysimikla þýðingu hún hefir, ekki að eins
lífeðlisfræðilega heldur sálfræðilega.
Löngum hefur það verið talið aðaleinkenni ellinnar,
að æöar kölkuðust og hjartaö tæki breytingum, og slag-
orðið „a man is as old as his arteries“ hefir lengi verið í
Heilbrigt líf
51