Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 54
gildi. Hið sanna er, að aldursbreytingar í hjarta og æða-
kerfi eru mjög margs konar, og byrja sumar að heita má
á unga aldri, bæði í hjarta, æðum, háræðum o. fl. En,
hvort þessar breytingar eru orsök ellinnar, eða hliðstætt
fyrirbrigði, er ekki unnt að segja. Þó er augljóst, að þær
eru svo miklar og margvíslegar, að þær hljóta að geta haft
geysiáhrif á lífsmöguleika eldri manna.
Ekki er ennþá unnt að setja neinar breytingar blóð-
kirtlakerfisins í samband við ellina.
Meltingarfærin. Helmingur allra sjúklinga yfir þrítugt
er talinn kvarta um meltingartruflanir. En það stafar af
því, að fjöldi sjúkdóma utan meltingarfæranna gera þann-
ig vart við sig. Hjá rúmlega 1/3 finnast ákveðin einkenni
um meltingartruflanir, og af þeim er aftur rúmlega 1/3
starfræns (,,funktionel“) eðlis utan meltingarfæranna.
Krabbamein í meltingarfærum og lifur eru ca. Vg af öllum
tegundum krabbameins, og eru ca. 2—3 % af öllum dánaí-
orsökum.
Tæplega er unnt að tala um ellibreytingar í meltingar-
færum, þannig að þær valdi dauða. Flest fólk, sem deyr
gamalt, hefir meltingarfæri, sem gætu enzt miklu lengur.
— Engin vísindaleg rök eru til þess, að unnt sé að koma
í veg fyrir eða fresta með nokkrum almennum reglum
þeim sjúkdómum eða rýrnun, sem kemur í meltingarfærin
hjá eldra fólki. Það er auðvitað skynsamlegt að lifa hóf-
lega í mat og drykk og forðast óþarfa ertingu á slímhúð
meltingarfæranna. En enginn veit, hvort það muni auka
langlífi þessara líffæra. Ellihnignun í meltingarfærunum
út af fyrir sig, virðist m. ö. o. ekki hafa áhrif á langlífis-
horfur einstaklingsins.
Fátt er að segja um nýrun í gömlu fólki. Þar koma aðal-
lega til greina sjúkdómar í nýrnaæðunum.
Breytingar í hreyfingakerfinu, aðallega í vöðvum og
beinum, valda því, hvernig gamlir menn bera sig öðruvísi,
52
Heilbrigt líf