Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 55
hreyfa sig á annan hátt en áður, og má telja þetta afleið-
ingar af vökvatapi í líkamanum.1)
Til þess að prófa, hvort samræmi væri milli þeirra breyt-
inga, sem verður vart í einstöku líffærum gamal-
menna og sjúkdómseinkenna þeirra, sem gamalt fólk
kvartar um, hefir prófessor Barker í Baltimore nýlega
birt athuganir sínar á 300 sjúklingum yfir sextugt frá
lækningastofu sinni. En hann hefir aðsókn sem lyflæknir
og taugalæknir, og er 1/10 af öllum sjúklingum hans
yfir sextugt. Af þessum 300 voru 240 orðnir 60—70 ára,
en 57 voru sjötugir og eldri.
Það, sem fólk í yngri flokknum oftast kvartaði um,
benti á truflanir í 1) taugakerfi, 2) meltingarfærum, 3)
blóðrás, 4) hreyfingarkerfi.
I eldri flokknum var það svipað, sem fólkið kvartaði
um. Tiltölulega lítið var um æðakerfistruflanir.
Við rannsókn sjúklinga í yngri flokknum reyndust flest-
ir sjúkdómarnir í blóðrásarkerfinu, næstalgengastir voru
þeir í taugakerfinu, í þriðja lagi í hreyfingarkerfi.
Þó að meltingarkvartanir væru næstalgengastar, voru
aðeins sárfáir sjúkdómar hjá þessum 240 á því sviði.
Allir aðrir sjúkdómar voru mjög fátíðir, nema æxli í
11 skipti.
1 eldri flokknum var skiptingin svipuð, nema kx-abba-
mein nokkru fleiri, en enn færri meltingarsjúkdómar.
Ég hefi sjálfur gert nokkrar svipaðar athuganir og
virðast þær sambærilegar við rannsóknir próf. Barkers.
Ég hefi af ásettu ráði valið aðeins karlmenn til þess-
ara athugana, og eingöngu þá sjúklinga, sem hafa haft
fótavist, og leitað mín á lækningastofu. Ég er þeirrar
skoðunar, að til þessara rannsókna komi ekki til greina
1) Ýtarleg læknisfræðileg sundurliðun á ellibreytingunum í hin-
um ýmsu líffærakerfum liggur vitanlega utan við svið þessarar
greinar. H. T.
■ 53
Heilbrigt líf