Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 56
sjúklingar, sem eru rúmfastir í sjúkrahúsum eða heima-
húsum. Sjúkrasögur allra sjúklinganna eru skrifaðar nið-
ur með aðgreindum þeim umkvörtunum, sem sjúkling-
arnir höfðu sjálfir fram að bera, og þeim sjúkdómsein-
kennum, sem hjá þeim hafa fundizt. Sjúkdómarnir eru
þeir aðalsjúkdómar, sem ég fyrst hefi talið vera hjá sjúkl-
ingum, og mun sjúkdómsgreiningin vera svipuð og gerist
og gengur meðal lækna.
Þessir sjúklingar mínir — eingöngu karlmenn — voru
204. Voru 154 á aldrinum 61—70 ára, en 50 á aldrinum
71—80 ára.
Niðurstöður mínar eru svipaðar og hjá próf. Barker,
en þó þannig, að í yngri flokknum voru flestir sjúkdóm-
arnir hjá mér á sviði taugakerfisins, því næst æðakerfis,
og loks hreyfingarkerfis, en allt annað miklu færra. Aðal-
munurinn á niðurstöðum okkar er annars, að ég hefi
fundið öllu fleiri vefræna sjúkdóma, en starfræna. Blóð-
rásarsjúkdómar eru jafntíðir og vefrænir taugasjúkdóm-
ar hjá þessum mönnum. — f eldri flokknum hjá mér er
algengust bilun í hjarta og æðum, þar næst í taugakerfi.
Og vefrænir taugasjúkdómar eru mun algengari en starf-
rænir.
Af þegsum tveim niðurstöðum virðist ljóst, að samræmi
er á milli líffærabreytinga gamals fólks og sjúkdómsein-
kenna þeirra. Líkur eru til þess, að breytingarnar byrji í
þeim líffærum, sem einkum gefa frá sér sjúkdómseinkenni.
Og til þess að komast á snoðir um, hvaða líffæri láti sig
fyrst, þegar ellin færist yfir, má því nota þá aðferð að at-
huga sjúkdómseinkenni þeirra, sem eru á því aldursskeiði,
þ. e. a. s. milli fertugs og sextugs.
Ég hefi tekið saman yfirlit um þetta hjá sjúklingum
mínum á þessum aldri, og enn sem fyrr eingöngu tekið
karlmenn, valda eftir sömu reglum og áður, þ. e. a. s. að-
eins þá, sem ekki eru orðnir það veikir, að þeir séu rúm-
54
Heilbrigt líf