Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 57
fastir. Þeir eru alls 601, og eru 376 þeirra 41—50 ára, en
225 eru 51—60 ára.
Skifting sjúkdóma þeirra er nokkuð svipuð og hjá þeim,
sem eru yfir sextugt.
í 40—50 ára flokknum: Flestir sjúkdómarnir eru í
taugakerfinu, þar næst í hjarta og æðum, svo hreyfinga-
og efnaskiptatruflanir og loks meltingarsjúkdómar; allt
annað færra.
En af taugasjúkdómunum hjá þessum mönnum eru
nærri helmingi fleiri starfrænir en vefrænir, alveg öfugt
við það, sem er hjá mönnum yfir sextugt. Sjúkdómar í
blóðrásarkerfinu eru jafnmargir og vefrænir taugasjúk-
dómar.
7 51—60 ára flokknum eru taugasjúkdómarnir enn tíð-
astir. Hinir starfrænu eru mun færri en hjá yngri mönnun-
um, hinir vefrænu aftur á móti tiltölulega fleiri, og jafn-
margir blóðrásarsjúkdómunum, sem eru tiltölulega fleiri
en á 41—50 ára aldri. Hreyfingarkerfis- og efnaskipta-
sjúkdómar eru svipaðir í báðum flokkum.
Af þessu virðast líkur til þess, að hjá mönnum, sem
eru í þann veginn að eldast, séu taugakerfiskvill-
ar einna algengastir, en þar næst blóðrásarkerfis- og
hreyfingarkerfiskvillar. Starfrænar taugatruflanir eru al-
gengastar í yngri aldursflokkunum, en verða fátíðari, þeg-
ar komið er yfir fimmtugt. Vefrænar taugatruflanir áger-
ast með aldrinum, úr því komið er yfir fertugt. Blóðrásar-
kerfissjúkdómar eru nokkuð algengir þegar um fertugt,
en ágerast jafnt og þétt, og verða æ alvarlegri eftir því,
sem maðurinn eldist. Hreyfingarkerfissjúkdómarnir eru
nokkuð jafntíðir úr því menn fara að eldast, en nánari at-
hugun sýnir, að meira er um bólgukenda kvilla í yngri
aldursflokkunum, aftur á móti að heita má eingöngu bein-
skemmdir síðar meir.
Heilbrigt líf
55