Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 58
Niðurstöður þessar eru í sjálfu sér ekki nein nýjung,
heldur miklu fremur staðfesting á því, sem hefir verið
hugboð flestra lækna. Þó er áberandi, hve kvillar í öndun-
arfærum eru afarsjaldgæfir í þessum athugunum próf.
Barkers og mín. Þeir eru samt taldir tíð dánarorsök gam-
almenna. En við höfum ekki fundið, að þeir væru áberandi
á neinum aldri yfir fertugt. Það, hve oft gamlir menn deyja
úr þeim, virðist því benda til þess, að þeir þoli þá yfirleitt
illa, og gangi ekki lengi með þá. Ástæðan til þess gæti
verið sú, að öndunarsjúkdómar valdi ófullkominni öndun
í vefjum, en hún er áður í minna lagi hjá gömlum mönn-
um. Sömuleiðis hefir sennilega ástand blóðsins og tauga-
kerfisins þýðingu í þessu sambandi.
Miklir og margvíslegir kvillar hafa fundizt í taugakerf-
inu hjá þessu gamla fólki. En þeir virðast sjaldan vera
banamein (þegar heilablóðfall er undanskilið), ef dæma
má eftir dánarskýrslum.
Hve oft heilablóðfall er dánarorsök, stafar af samverk-
andi breytingum í taugakerfinu og heilaæðunum, sem eru
af alveg sérstakri gerð.
Eigi að hafa áhrif á ellina, virðist því mest aðkallandi að
snúa sér að blóðrásarkerfinu (eins og mönnum hefir lengi
verið ljóst) og taugakerfinu, og á því þarf sýnilega að
byrja í tæka tíð, því að breytingarnar eru miklar og byrja
snemma.
Á undan öllum vefjabreytingum í líkamanum er gert
ráð fyrir, að verið hafi tímabil starfsbreytinga í líffærun-
um. En slíkar starfsbreytingar stafa af breyttri efnasam-
setningu í vökvum þeim, sem eru innan í frumunum og
umhverfis þær í hverju líffæri. Vegna mismunandi starfs
líffæranna, verður að gera ráð fyrir, að þessir vökvar
séu mismunandi samsettir í þeim, en, að blóðið sé aftur á
móti hið sameiginlega að- og frárennsli allra líffæranna.
56
Heilbrigt líf