Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 59
Til þess að kynnast hinum ýmsu starfsbreytingum líffær-
anna, þegar þau eldast, verður að gera efnafræðilegar og
eðlisfræðilegar rannsóknir á næringarvökvum þeirra og
blóðinu.
Nokkrar slíkar rannsóknir hafa og verið gerðar, eink-
um á blóðinu. Jafnvægisöfl (“homeostatic mechanisms")
þess reyna að halda blóðinu óbreyttu, en þau „stirðna"
með aldrinum, svo að efnaskipti og líkamshiti lækka lítið
eitt. Það dregur úr hæfileika þess til þess að varðveita
sykurefni og varasölt blóðsins minnka lítið eitt. Eðlis-
þungi blóðsins lækkar, og sömuleiðis minnkar blóðkalkið.
Köfnunarefni, mjólkursýra, þvagefni og einstöku fleiri'
efni smáaukast. Efni þau, sem örva (og hindra) vöxt,
minnka. Sár er fimm sinnum lengur að gróa hjá sextug-
um manni en 10 ára barni; sár, sem er 40 fersentimetrar
um sig getur gróið á 40 dögum hjá tvítugum, en á 76 hjá
fertugum manni. Líkamsvökvinn þverr mikið, sérstaklega
vökvinn inni í frumunum, en hann nemur 50% líkams-
þungans. Er þetta talið afleiðing af því, að lekinn gegnum
háræðarnar hafi breytzt. Mest gætir þessa í vöðvunum.
Þegar líður á elliárin, minnka einnig holdvessar utan
frumanna, og öldungarnir verða visnir og skorpnir.
Allar þessar síðasttöldu rannsóknir eru ennþá á byrj-
unarstigi og miklum erfiðleikum buþdnar, eins og gefur
að skilja.
Næringarvökvi frumanna verður að geyma í sér öll
þau efni, sem hverju líffæri eru nauðsynleg til vaxtar og
viðhalds. Ýmis efni hafa fundizt, sem hafa reynzt lífs-
nauðsynleg líkamanum í heild sinni eða sérstökum líffæra-
kerfum, og má nefna aminosýrur, enzym, hormón, víta-
mín, steinefni og önnur ólífræn efni, sem aðeins eru þar
þó í örlitlum mæli. Of mikið eða of lítið af flestum þessara
efna hefir áhrif á líf og líðan einstaklingsins. Þekkingin
á áhrifum þeirra á ellina er sem stendur mjög í lausu
Heilbrigt líf
57