Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 60
lofti. En rannsóknir á þeim eru vafalaust mest aðkallandi
á næstunni, ef varpa skal ljósi á fyrirbrigÖið elli. Ef dæma
á eftir því, sem í ljós hefir komið síðustu 10—20 árin,
virðast þessar rannsóknir munu gefa miklar vonir um, að
í framtíðinni nálgist menn það takmark að lengja raun-
verulega líf einstaklingsins, og það svo, að hann haldi
líkams- og sálarkröftum til æfiloka.
NIÐURLAG.
Ég hefi lauslega minnst á helztu breytingar sem vitað
er, að verði hjá gömlum mönnum, sálarlegar og líkamleg-
ar, sumpart vefrænar, sumpart starfrænar. Af því sést,
að ekki er hægt að benda á neitt einstakt atriði, líffæri
eða starf, sem sé ábyrgt fyrir ellinni. Á hinn bóginn
er sennilegt, að unnt sé að hafa áhrif á ýmsar elli-
breytingar líkamans, og það jafnvel á núverandi þekking-
arstigi læknisfræðinnar.
Allt bendir til þess, að æða-, tauga- og hreyfingarkerfi
líkamans séu þeir staðir, þar sem ellihnignunar verður
fyrst vart. Sennilegar skýringar á mörgum þeirra er að
finna í næringarvessum líkamans. Til þess að ætla sér að
hafa áhrif á þá, er því fyrst og fremst að gæta þess, að
mönnum sé séð fyrir lífeðlisfræðilega fullnægjandi vökv-
un og næringu, sem auk orkugjafanna hafi í sér nauðsyn-
leg vítamín, sölt og efnivið í hormón og önnur lífsnauð-
synleg efni. Mennirnir þurfa að hafa starf, en jafnframt
hæfilega hvíld og hressingu. Hvíldina þarf að auka með
aldrinum. Hyggilegt er, að menn láti athuga heilsu sína ár-
lega, til þess að komist verði þegar í upphafi á snoðir um,
hvort einhver starfsemi sé að bila, sem, ef til vill, er unnt
að bæta með lyfjum eða öðrum læknisráðum og með
hyggilegra líferni.
Læknar þurfa að taka ellina til ýtarlegri rannsóknar.
Ellin hefur sennilega sína sérstöku sjúkdóma, eins og barn-
58
Heilbrigt líf