Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 61
æskan sína. Okkur vantar sérfræðinga í „Geriatri“, þ. e.
a. s. elli og ellikvillum (geras, grískt orð = elli).
Hví skyldi ekki árangurinn verða eins glæsilegur, ef
læknarnir snérust af sama áhuga gegn ellinni, eins og þeg-
ar þeir hófust handa gegn ungbarnadauðanum? í fyrstu
mundi mest muna um, ef tækist að draga úr ellibilun í
blóðrásar- og taugakerfinu. Útrýming þeirra kvilla hjá
fólki yfir sextugt myndi þegar í stað lengja meðalaldur-
inn um nærri 10 ár. Minna mætti vitanlega gagn gera en
alger útrýming, sem auðvitað er ekki möguleg.
En læknarnir þurfa að hafa hugfast, að, þegar fólkið
nær háum aldri, þarf það að geta lifað sem nýtir þjóðfé-
lagsþegnar. Fátt er fyrirkvíðanlegra fyrir roskinn mann
með langa lífsreynslu og starfskrafta oft mikils til
óskerta en að „vera lagður á hilluna" og settur á „elli-
laun“. Þess vegna þarf að benda mönnum á það í tæka tíð
að aðlaga sig breyttum ytri kringumstæðum og breyttu
hugarástandi efri áranna, svo að lífið verði óslitin þróun
fyrir hvern einstakan, sem veiti honum þá tilfinningu, að
hann sé í raun og veru nýtur maður.
Það er alvarlegt mál fyrir þjóðfélagið, að gömlum
mönnum fjölgar sífellt. Árið 1850 voru um 45 af þúsundi
meðal landsmanna 65 ára eða eldri, árið 1930 um 80. Með
svipuðu áframhaldi verða þeir um það bil helmingi fleiri
árið 1980. Jafnframt fækkar barnsfæðingum, en ung-
barnadauðinn mun sennilega standa því sem næst í stað,
þar eð hann virðist nálægt stærðfræðilegu lágmarki. M. ö.
o. þjóðin eldist ískyggilega.
Sem stendur er afkastaaldur mannsins aðallega milli
25 og 55 ára, þ. e. 30 ár. Til 25 ára eru menn að þroskast og
læra, og ekki meir en svo farnir að vinna fyrir sér, margir
hverjir. Eftir 55 ára aldur dvína afköstin nokkuð. Þessir
30 árgangar af fullvinnandi mönnum verða því að bera
þjóðfélagsbyrðarnar, sem verða æ þyngri, því meira, sem
Heilbrigt. hf
59