Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 63
Hannes Guðmundsson,
húðsjúkdómalæknir:
LUSIN
Allir hafa andstyggð á lúsinni, og fæstir vilja um hana
tala.
Samt er lúsin eitthvert athyglisverðasta snýkjudýr
mannkynsins.
Hún er sennilega líka útbreiddasta skordýr jarðarinn-
ar. Hún lifir allstaðar, þar sem mannlegar verur búa, allt
frá heimskautalöndum að miðjarðarbaug.
Svo sjálfsagður förunautur okkar Islendinga þótti lús-
in, allt fram á síðustu öld, að jafnvel mætustu læknum hefir
orðið það á að trúa, að óhollusta gæti af því hlotizt, að
útrýma henni til fulls af mannslíkamanum.
Jón Pétursson, sem var handlæknir Norðlendinga
1775—1801 og stundað hafði nám í Kaupmannahöfn í 9
ár, segir svo í Lækningabók sinni fyrir almúga, í kaflan-
um um lúsina:
„Dæmi eru til, að lýs voru gjörðar útlægar úr höfði
barns og af kroppi með Lúsasalve; barnið varð slagaveikt,
en batnaði um síðir við það ráð reynds Læknis: að láta
lús tímgast á barninu aptur, sem ekki ætlaði að verða svo
auðvelt“.
Síðan hefir þekkingu okkar farið mikið fram. Enginn
læknir trúir því lengur, að lúsin geti verið nokkrum manni
eða barni til heilsubótar. En almenningur hefir enn ekki
nægilegan skilning á, að lúsin er ekki eins meinlaust kvik-
indi og margur hyggur.
Heilbrigt líf
61