Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 64
Þessar línur eru ritaðar til þess að fleirum verði það
ljóst en er, að lúsin er skaðræðisskepna, sem getur greitt
alls konar sjúkdómum götu inn í mannslíkamann, já jafn-
vel sjálf flutt hættulega sjúkdóma manna á milli.
Lýsnar, sem á mönnum lifa, eru þrenns konar: höfuðlús,
fatalús og flatlús. Þær hafa það sameiginlegt að halda
sig á mannslíkamanum meðan þær lifa, og nærast á blóði
og blóðvökva, sem þær sjúga úr húðinni.
Lúsin er gædd þeim eiginleika, sem mörgum óæðri dýr-
um er gefinn: að geta breytt um lit eftir umhverfi því,
sem hún lifir í. Þannig er lús á hvítum mönnum gráleit,
á negrum svört, en á gula kynstofninum gulleit.
Kvenlýsnar eru að jafnaði töluvert stærri en karllýsnar,
og auk þess margfalt fleiri.
Lýsnar verpa, eggjum. Viðkoman er afar hröð. Á 6 dög-
um verpir lúsin hér um bil 50 eggjum og eftir 8 daga skríða
ungar úr eggjunum. Ungarnir eru kynþroska hálfsmán-
aðar gamlir.
Höfuölúsin er langalgengust allra lúsa. Hún lifir ein-
göngu í hársverðinum og heldur sig mest í hnakkanum og
fram eftir vöngunum, en mjög sjaldan á framhluta höf-
uðsins. Kvenlúsin er 2—3 mm. á lengd. Karllúsin helmingi
minni. Útlit hennar þekkja flestir og þarf ekki að lýsa því.
Egg sín límir kvenlúsin föst á höfuðhárin, með sér-
stöku límefni (chitin), sem hún gefur frá sér. Lím
þetta er svo sterkt, að mjög erfitt er að ná eggjunum af
hárunum, án þess að leysa límið upp. Egg lúsarinnar eru
grá á lit, á stærð við sandkorn, og nefnast í daglegu tali
nit.
Egg sín festir lúsin ætíð neðst niður við hársvörðinn.
Þegar hárið vex, færast gömlu eggin frá hársverðinum, og
eftir því, hve langt þau sjást út etir hárunum, má marka,
hve lengi maðurinn hefir gengið með lúsina.
Svo mikil getur nit orðið í hárinu, að hún bók-
62 Heilbrigt líf