Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 65
staflega liti dökkt hár grátt. Af því er dregið orðtakið:
grár a f lús.
Stungu lúsarinnar fylgir mikill kláði, sem hefir í för
með sér, að þeir, sem óværuna hafa, eru sífellt að klóra og
aka sér. Myndast þá rispur og fleiður í hársverðinum. Of-
an í þessi smásár berast óhreinindi og sýklar. Þau breytast
þá stundum í vessaútbrot og hrúður, hingað og þangað
í hársverðinum. Vessarnir klínast í hárin, sem þá límast
saman, og séu óþrifin á háu stigi getur farið svo, að allt
hárið fari í einn þófa. Hefir það verið nefnt „pólskur
HöfuSlús (karlkyns). Höfuðlús (kvenkyns). Nit. b. lúsarfóstur.
göndull" (plica polonica) og bendir til, að óþrif hafi ein-
hvern tíma verið mikil þar í landi. Þó að óþrifin komist ekki
á svona hátt stig, fá allajafna þeir, sem lúsugir eru
til langframa, sérstaklega börn, bólgna eitla í hnakkagróf
og á hálsi. Komið getur fyrir, að grafi í eitlunum og skera
verði í þá sem hverja aðra ígerð. Hafi slíkt ástand mynd-
ast, hefir það mjög slæm áhrif á almenna líðan barnsins,
og dregur úr eðlilegum þroska þess (,,kirtlaveiki“).
Fatalúsin er mjög lík höfuðlúsinni að útliti, en öllu
stærri.
Fatalúsin fer aldrei í hársvörðinn, en heldur sig í nær-
fatnaðinum, þeim megin, sem að húðinni veit. Hún skríður
einungis úr fatnaðinum á hörundið til þess að sjúga blóð
63.
Heilbrigt líf