Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 66
úr því. Þegar hún hefir fengið fylli sína, skríður hún
aftur í klæðnaðinn.
Hún verpir eggjum sínum í nærfatnaðinn innanverð-
an, einkum í sauma og fellingar. Fyrir kemur, að nit henn-
ar sést á líkhárum bolsins, stundum jafn'vel í skapahár-
um og holhöndum. Eggjamergðin getur orðið svo mikil,
að fatnaðurinn lítur út eins og væri hann mjölugur að
innan.
Undan stungu fatalúsarinnar kemur venjulega lítið
Fatalús. Flatlús.
hringmyndað upphlaup á húðinni með ofurlítilli svart-
leitri blóðstorku í miðju. Síðar sjást oft brúnleitir blettir,
þar sem stungan var. Stafa þeir af kirtilvökva, sem lúsin
gefur frá sér, þegar hún stingur. Sé mikið um lúsina, renna
þessir liltu brúnu blettir saman í eitt og húðin fær á sig
dökkbrúnan blæ.
Lúsin hefir mikinn kláða í för með sér, og má sjá langar
rispur undan nöglum, þvert og endilangt á baki og útlim-
um, sérstaklega þó á bakinu, því að lúsin heldur sig mest á
því. Fái lúsin að dafna í friði, myndast smám saman vessa-
útbrot, fleiður og kaun víðs vegar á líkamanum.
64
Heilbrigt líf