Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 67
Fatalús er einkum á óhreinlegu fólki, sem sjaldan hefir
nærfataskipti, í óþrifalegum og þröngum húsakynnum.
í síðustu styrjöld, einkum í skotgröfunum, var fatalús-
in einhver versta plága, sem yfir hermennina gekk, enda
þótt óhemju fé væri varið til að halda henni í skefjum.
Fatalúsin er hættulegur smitberi. Hin illræmda útbrota-
taugaveiki (typhus exanthematicus) og fleiri sjúkdómar
berast manna á milli með lús.
Útbrotataugaveikin, sem jafnan hefir verið hin skæðasta drep-
sótt í styrjöldum, berst eingöngu manna á milli með lús. I þrjátíu ára
stríðinu, í Napoleonsstyrjöldunum, einkum í herförinni til Rúss-
lands, hrundu niður þúsundir hermanna úr þessum sjúkdómi. Nokk-
uð kvað einnig að honum í síðustu heimsstyrjöld, einkum á austur-
vig'stöðvunum. Var það þekkingu lækna einni að þakka, að sjúkdóm-
urinn gerðist þá ekki margfalt mannskæðari en raun varð á.
Lýsnar taka sóttnæmið (Rickettsia) í sig meðan sótthitinn er á há-
marki, sem venjulega er í annari viku sjúkdómsins. Þegar lúsin
er búin að bera sóttnæmið 1 sér í 6 daga, hefir það tekið
þeirri breytingu, i liffærum hennar, að það er orðið sóttnæmt öðr-
um mönnum, og hver sá sem lúsin skríður á, má eiga víst að fá
sjúkdóminn. Lúsin er þannig ómissandi milliliður, til þess að veikin
geti borizt af einum manni á annan. Hafi maður með útbrotatauga-
veiki, verið aflúsaður á öruggan hátt, er hann algei'lega ósmitandi
og hættulaus sínu umhverfi, svo framarlega sem lús kemst ekki á
hann á ný. En lúsugur sjúklingur með þennan sjúkdóm er hinn
hættuleg^sti smitberi.
Flatlúsin er flatvaxnari, breiSari, og nærri helmingi
styttri en höfuðlúsin. Hún heldur sig langoftast í hárum
um sköpin, en getur einnig verið á bol og lærum, ef menn
eru hærðir þar, sömuleiðis undir höndum. Fyrir kemur, að
hún sést í augnbrúnum og jafnvel augnhárum. Á löppum
hennar eru sterkar króktengur, sem hún notar til að læsa
sig fasta með, utan um hárið, alveg niður við hársrótina.
Nær hún þannig svo sterku haldi, að erfitt er að slíta hana
lausa, jafnvel með töng. Flatlúsin berst langoftast manna
á milli við samfarir.
Heilbrigt líf —
65