Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 68
Hvernig leita skal manni lúsa. Eyðið ekki öllum tíman-
um í að leita að lúsinni sjálfri. í þykku hári getur sú leit
oft orðið árangurlaus, enda þótt einhver lús leynist í hár-
inu. Gætið fyrst og fremst að því, hvort nit er í hárinu.
Nitin er venjulega auðfundin, ef menn eru lúsugir. Ég
hefi orðið þess var, að margir bera ekki kennsl á nit í hári.
Ef þér takið svartan tvinnaspotta, hnýtið á hann
nokkra hnúta með stuttu millibili og strjúkið svo eftir
tvinnanum með fingurgómunum, þá finnið þér greinilega
fyrir hnútunum. Eins ev um hár með nit. Ef þér strjúkið
eftir því með fingurgómunum, þá finnið þér nitina. Hún
situr svo föst á hárinu, að það er jafnvel erfitt að ná henni
af með nöglinni. Ef þér hugsið yður, að hnútarnir á tvinn-
anum væru orðnir gráleitir, þá myndi tvinnaspottinn líta
út nákvæmlega eins og dökkt kvenhár með nit.
Lyftið upp hnakkahárunum og látið skína góða birtu á
hárið, þá fer varla hjá því, að nitin sjáist, ef hún er nokk-
ur. Það er auðveldara að finna nit í dökku hári en ljósu.
Ef nokkur vafi er á, er ágætt að nota gott stækkunargler.
Laus flasa í hári getur í fljótu bragði líkzt nit. Þá verður
að ganga úr skugga um, hvort hún sé laus við hárin eða
föst á þeim. Flasan dettur af, nitin situr föst.
Nit flatlúsarinnar er lík nit höfuðlúsarinnar, en með
góðu stækkunargleri er auðvelt að finna lúsina sjálfa,
neðst niður við hársræturnar.
Fatalúsin festir nitina á ullar- og bómullarhárin í nær-
fatnaðinum, sérstaklega meðfram saumum eða í felling-
um. Hún þrífst miklu betur í grófum nærfatnaði en fín-
um. Venjulega er auðvelt að finna lúsina í nærfötunum..
Ráð við lús.
Æskilegt er að klippa hárið. Steinolía er ágætt og hand-
hægt meðal til að útrýma höfuðlús (eldfim!). Sé þess kost-
ur, er gott að blanda hana til helminga með bómolíu. Hárið
66
Heilbrigt Uf