Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 70
Hin mesta fávísi er það, ef foreldrar barna bregðast
illa við og þykir sér óvirðing sýnd, þó að læknar gegni
skyldu sinni og bendi þeim á óþrif á börnum þeirra. Slík
framkoma foreldra er þeim til miklu meiri vansæmdar, en
þó að börnin hafi orðið fyrir því óhappi að fá á sig óþrif.
Lús getur borizt inn á mestu þrifnaðarheimili. Hún getur
borizt með gestkomendum, nýráðnum hjúum, leiksyst-
kinum barna o. s. frv. Slíkt er ekkert tiltökumál, en þá
reynir á dugnað húsmóðurinnar að uppræta óþrifin, áður
en mikil brögð verða að þeim.
Skólarnir hér á landi eru sá eini vettvangur, þar sem
fer fram opinbert eftirlit með heilsufari æskulýðsins.
Skólaskoðunin er því eitt hið ábyrgðarmesta starf, sem
læknum landsins er fengið í hendur. Margir héraðslæknar
leysa þetta starf líka af hendi með mestu samvizkusemi.
En mikil þörf væri á, að skólaskoðunin væri samræmd meir
en gert hefir verið, og komið í fastara form, en nú tíðkast.
Ég hefi orðið þess var, að sumir telja eftirlit héraðs-
lækna með þrifnaði barna slettirekuskap, sem ekki tilheyri
læknisskoðun. Slíkan misskilning mætti fyrirbyggja, með
því að Heilbrigðisstjórnin léti hverju læknishéraði lands-
ins í té vandaðar skólaskoðunarbækur með prentuðum dálk-
um til útfyllingar fyrir hvert það atriði, sem rannsóknin
á að ná yfir.
Bækur þessar ættu síðan að fylgja embættinu og gætu
orðið, þegar tímar líða, hin merkustu heimildarrit um
þroska og heilsufar íslenzkra barna.
68
Heilbrigt líf