Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 71
Dr. Júlíus Sigurjónsson:
VARNIR GEGN BARNAVEIKI
Árið 1826 birti franskur læknir, Bretonneau að nafni,
rit um ýmsa bólgukennda sjúkdóma í slímhúðum, einkum
„diphthérite“, en svo nefndi hann sjúkdóm þann; er við
nú köllum barnaveiki. Lýsti hann sjúkdómnum rækilega
í öllum myndum hans, benti á helztu einkennin og færði
rök að því, að um sjálfstæðan sjúkdóm væri að ræða, er
bæri að greina frá öðrum sjúkdómum í hálsi og öndunar-
færum. Hafði hann þá fyrir nokkrum árum (1821) hald-
ið fyrirlestur um þetta efni í félagi franskra lækna.
Rúmlega hálfri öld áður vakti skozkur læknir, Francis
Home, athygli á sjúkdómseinkenni, er hann sá oft á börn-
um og nefndi „croup“ og taldi vera sérstakan sjúkdóm.
En Bretonneau sýndi, að þetta var aðeins eitt einkenni
barnaveikinnar, er kemur fram, ef bólgan sezt að í barka
eða barkakýli, svo að andþrengslum valdi. En því fer
fjarri, að þetta einkenni sé ætíð samfara barnaveikinni,
og má meira að segja teljast sjaldgæft nú orðið. Auk þess
geta svipuð einkenni stafað af öðrum sjúkdómum. Fyrst
framan af gerðu samt margir greinarmun á ,,diptheria“
og „croup“, og olli það nokkrum ruglingi.
Ekki er auðvelt að rekja feril barnaveikinnar fyrir daga
þeirra Bretonneau og Home, en öðru hvoru eru þó sagnir
af faröldrum, sem allar líkur benda til, að hafi verið barna-
veiki. Og í ritum Hippokratesar, „föður læknislistarinn-
ar“ (d. árið 377 f. Kr.), eru sjúkdómslýsingar, sem ótví-
Heilbrigt lif
69