Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 74
að senda frá sér áður en ný mótefni koma á vettvang. En
hins vegar nægði það til þess að afstýra bráðri hættu.
Serum-lækningar.
Við höfum nú séð, að aðalvarnir líkamans gegn barna-
veikinni eru í því fólgnar að mynda móteitur gegn sýkla-
eitrinu. En við fyrstu árás af hendi sýklanna tekur það
alllangan tíma — marga daga — og enginn forði er þá
til, er tefla mætti fram á meðan. Á þessu stigi átti sjúkl-
ingurinn því allt undir því, að sýklarnir væru nógu hæg-
fara. En það gat brugðizt til beggja vona, og oft fór því
svo, að sjúklingurinn dó, áður en honum vannst tími til að
bera vörn fyrir sig. *
Þá var það, að þýzkum lækni, Emil Behring, hugkvæmd-
ist ráð til hjálpar. Sjúklinginn vantaði móteitur, til þess
að halda sýklaeitrinu í skefjum á meðan hann var að
treysta varnir sínar. Því ekki að útvega þetta móteitur
annars staðar að?
Behring notaði hesta til framleiðslu móteiturs, og er
svo gert enn í dag. Eitri barnaveikisýklanna er dælt í hold
hestanna hvað eftir annað í auknum skömmtum, og mynd-
ast þá móteitur gegn því á sama hátt og hjá manninum.
Síðan er hestunum tekið blóð, og blóðvatnið (serum) skilið
frá blóðkornunum. Blóðvatnið — en í því er móteitrið —
er nú kallað barnaveiki-serum.
Lækningaaðferð Behrings var nú í því fólgin að gefa
sjúklingnum þetta serum svo fljótt sem kostur var, annað
hvort inn í æð eða í vöðva. Árangurinn var glæsilegur,
um það var ekki að villast. Mörgum sjúklingnum, sem
virtist bráður bani búinn, varð bjargað með þessu undra-
lyfi, og eru serumlækningarnar nú taldar meðal stórsigra
læknisfræðinnar.
Síðan er það ávallt fyrsta verk læknisins, er hann hittir
fyrir sér barnaveikisjúkling, að gefa honum serum. En
72
Heilbrigt líf