Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 75
þar við lætur hann ekki sitja. Ef fleiri börn eru á heimil-
inu, má búast við, að einhver þeirra kunni einnig að hafa
smitazt og séu nú á undirbúningsstigi veikinnar, sem
venjulega er 2—5 dagar. Eru því hafðar sérstakar gætur
á þessum börnum og þeim gefið serum strax, er hin minnstu
merki um lasleika koma í ljós. En sé þess ekki kostur að
fylgjast nógu vel með þeim, og athuga um smitun, næmi
þeirra o. s. frv., er þeim öllum strax gefið serum til vara.
Er þeim þannig séð fyrir móteitri, til þess að taka á móti
sýklaeitrinu frá byrjun, ef þau skyldu hafa orðið fyrir
smitun. Þau verða um stund ónæm fyrir barnaveiki. En
gallinn á þessu ónæmi, sem eingöngu byggist á aðfengnu
móteitri, er sá, að það endist mjög stutt, ekki nema um
3 vikur, og kemur það því að litlum notum við almennar
sóttvarnir.
Dánartala barnaveikinnar hefir lækkað stórum, síðan
serumlækningarnar komu til sögunnar, en þær hafa lítil
eða engin áhrif haft á útbreiðslu veikinnar í heild, enda
var þess ekki heldur að vænta. Faraldrar gengu yfir eftir
sem áður, og þrátt fyrir serumlækningar, líta læknar enn
á barnaveikina sem alvarlegan sjúkdóm.
Hvernig útbreiðist barnaveikin?
Barnaveikisýkillinn lifir sem sníkjudýr á mönnum, og
finnst m. a. ávallt í hálsi sjúklinganna. En hann finnst
einnig oft í kverkum alheilbrigðra manna, og það eru ein-
mitt þessir heilbrigðu smitberar, sem mestu valda um út-
breiðslu veikinnar. Að vísu eru sjúklingarnir smitandi,
sem nærri má geta. En eftir að veikin er komin fram, vita
menn hvað þar er að varast, og með viðeigandi varúðar-
ráðstöfunum má oftast afstýrá sýkingu frá þeim. Enda
er það oftast svo, er barnaveiki kemur upp, að smitunin
verður ekki rakin beint til annars sjúklings, og má þá
ganga að því vísu, að sjúklingurinn hafi smitazt af smit-
Heilbrigt líf
73