Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 76
bera, heilbrigðum, eða svo lítið veikum, að ekki hafi það
verið talið barnaveiki. Tekst og stundum að hafa uppi á
slíkum smitbera meðal þeirra, sem sjúklingurinn hefir um-
gengizt rétt áður en hann veiktist. Smitberarnir eru alla-
jafna miklu fleiri en sjúklingarnir, og er engin leið að
hafa hendur í hári þeirra allra, því að sýkillinn skiptir
oft um dvalarstað. Gistir hann sjaldan sama manninn
lengur í senn en nokkrar vikur eða fáa mánuði, oft miklu
skemur, en fer svo til þess næsta.
Þannig getur sýkillinn um langan tíma flakkað mann
frá manni, án þess' að gera nokkuð vart við sig, vegna
þess að hann lendir þá hjá ónæmu fólki, enda er flest
fólk á fullorðins aldri talið ónæmt. En hann getur líka
lent hjá börnum, sem ekki eru orðin ónæm, og hafzt þar
svo lítt að, að barnið veikist ekki, og geti jafnvel notað
sambúðina til þess að koma sér upp mótefnum, — verði
ónæmt á eftir. Það er því ljóst, að smitun þarf ekki ávallt
að hafa sýking í för með sér.
Ekki er auðvelt að reikna út háttalag sýklanna. Tímun-
um saman geta þeir haft hægt um sig, og aðeins eitt og
eitt sjúkdómstilfelli á stangli minnir á, að þeir séu ekki
útdauðir. Og svo kunna þeir allt í einu og fyrirvaralaust
að taka hamskiptum. Hraðinn vex og sýkingarmátturinn
eykst, svo að nú sýkjast flestir, sem fyrir smitun verða,
séu þeir ekki áður orðnir ónæmir. Barnaveikin geisar þá
sem faraldur.
Enn er það að miklu leyti óráðin gáta, hvers vegna far-
sóttir haga sér svo breytilega, sem raun ber vitni. Það er
aðeins vitað af reynslunni, að þótt barnaveikin hafi árum
saman gert sárlítið vart við sig, má hvenær sem er eiga
von á, að hún reki upp kollinn og magnist svo, að á skömm-
um tíma leiði til faraldurs.
Þess vegna er hyggilegt að gera þær varnarráðstafanir,
sem hægt er, meðan nægur tími er fyrir hendi, því að, þrátt
74 Heilbrigt líf