Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 77
fyrir serumlækningarnar, verður barnaveikin enn mörg-
um að bana, er hún gengur yfir sem farsótt.
Hvernig má verjast barnaveikinni?
Aðallega er um tvær leiðir að velja, til þess að verjast
útbreiðslu næmra sjúkdóma: 1) að koma í veg fyrir smit-
un, 2) að gera fólk ónæmt. Fyrri leiðin byggir m. a. á
sóttvörnum (einangrun sjúklinga, leit að smitberum o. s.
frv.), sú seinni treystir einkum á bólusetningar.
Þegar barnaveiki kemur upp, --'er sóttvörnum beitt, og
tekst þannig oft að koma í veg fyrir, að sjúklingurinn smiti
frá sér; einnig eru einangraðir þeir smitberar, sem kunna
að finnast. En þótt slíkar ráðstafanir séu sjálfsagðar og
góðar, það sem þær ná, hefir reynslan sýnt, að þær eru
hvergi nærri einhlítar til þess að kveða niður faraldur í
þéttbýli, enda vart við því að búast vegna allra þeirra
heilbrigðu smitbera, sem ómögulegt er að hafa hemil á.
Og það virðist vera undanfari faraldranna, að smitber-
um fjölgi mjög.
En þá er hin leiðin, sú, að gera sem flesta ónæma. Barna-
veikin lætur venjulega eftir sig varanlegt ónæmi, sem að
miklu leyti byggist á því, að líkaminn hefir myndað mót-
eitur gegn sýklaeitrinu. Ef sýklaeitrinu einu saman væri
dælt í menn, mundu þeir og framleiða móteitur og verða
ónæmir, líkt og hestarnir, sem Behring notaði við fram-
leiðslu á barnaveiki-serum. Þessi leið hefir þó auðsæja
galla. Til þess að forðast eiturverkun, yrðu fyrstu skammt-
arnir að vera hverfandi litlir, og þyrfti því margendur-
tekna bólusetningu, til þess að ná nokkrum árangri. En
slíkt væri ekki framkvæmanlegt í stórum stíl.
Árum saman voru margvíslegar tilraunir gerðar til þess
að fá nothæft og hættulaust bóluefni, og loks fannst ráð
til þess að umbreyta sýklaeitrinu .þannig, að eiturverkanir
hurfu alveg, en sá eiginleiki þess að örva líkamann til mót-
Hailbrigt lif
75