Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 79
þeirra, sem taka veikina, eða svo hefir það verið á tíma-
bilinu 1911—1938.
Eftirfarandi línurit sýnir gang barnaveikinnar hér á
landi frá 1901—1938 samkvæmt skráningu lækna.
Um aldamótin telst enginn íaraldur. Næstu árin, fram
til 1907, eru víða minni háttar héraðsfaraldrar, alls rúm-
lega 100 sjúklingar á ári. Þá kemur allstór alda frá 1908—
1913 með hámarki 1908, voru þá skráðir 444 sjúklingar.
Annar öldutoppur var 1912 (290 sjúkl., 20 dánir). Síðan
Fjöldi barnaveikisjúklinga á íslandi árlega á tímabilinu 1901—19ó 8.
fer barnaveikin rénandi allt til 1919, og eru það ár aðeins
skráðir 16 sjúklingar á öllu landinu. En úr því hefst önn-
ur stór alda með hámarki 1921 (400 sjúkl., 29 dánir). Nær
þessi alda til 1924, en hjaðnar síðan, og eru nú á næsta
árabili, fram til 1934, skráðir færri sjúklingar en nokkru
sinni áður frá aldamótum. Árið 1934 var aðeins 1 sjúkl-
ingur skráðir. En 1935 virtist svo ný alda vera á uppsigl-
ingu, enda mátti búast við því tímans vegna, samkvæmt
fyrri reynzlu.
Þessi síðasti faraldur hófst í Reykjavík snemma á ár-
inu 1935, en var kveðinn niður, að því er ætla má, með
víðtækum bólusetningum. Sama er að segja um faraldra,
Heilbrigt líf
77