Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 81
hvetja fólk til þess að nota sér það, a. m. k. í kaupstöð-
unum, og þá einkanlega í Reykjavík.
Á árinu 1941 gekkst heilbrigðisstjórnin fyrir því, að
bólusetning gegn barnaveiki væri tekin upp að nýju í
Reykjavík, enda má segja, að þar sé hættan mest að jafn-
aði. Bólusetningin fer fram í heilsuverndarstöð Reykja-
víkur (,,Líkn“), og er kostnaður greiddur af þessum
þrem aðilum: ríkissjóði, bæjarsjóði og Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur. Er og til þess ætlazt, að svo verði framvegis,.
og fari bólusetning þar fram á vissum tímum.
Væri það athugandi að taka upp svipað fyrirkomulag
annars staðar á landinu. Þyrfti e. t. v. til þess sérstök lög
um ókeypis bólusetningu gegn barnaveiki.
Hve oft þarf að bólusetja og hvenær?
Til er einfalt húðpróf (Schick-próf), — í líkingu við
berklapróf, er flestir munu kannast við, — sem nota má
til þess að ganga úr skugga um, hverjir eru næmir fyrir
barnaveiki. Þetta próf hefir oftar en einu sinni verið gert
á skólabörnum í Reykjavík, og hafa samkvæmt því aðeins
reynzt ónæm (1939) um 8—9% barna á aldrinum 7—10
ára, sem ekki hafa verið bólusett. Af yngri börnum eru
hlutfallslega enn færri ónæm af náttúrunnar hendi, og þar
eð ónæmið hjá þessum fáu börnum er oftast veikt, þykir
ekki svara fyrirhöfn að prófa öll börn á þessu reki áður
en bólusett er, því að það er nokkuð vafstursamt.
Barnaveikiprófið er mjög mikilsvert, bæði til þess að
rannsaka, hve algengt sé ónæmi af náttúrunnar hendi
meðal barna, og eins til þess að meta árangur af bólusetn-
ingum og endingu ónæmisins.
Þar, sem bólusetningar eru teknar upp að staðaldri,
væri bezt að koma þeirri reglu á að bólusetja börnin úr
því að þau eru orðin árs gömul. Ef faraklur væri á ferð-
Heilbrigt líf
79>