Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 83
Sig. Sigurðsson,
berklayfirlæknir:
BERKLAPRÖF
Til þess að ganga úr skugga um, hvort menn hafi smit-
azt af berklaveiki, hafa verið og eru enn viðhafðar ýmsar
rannsóknaraðferðir. Hin elzta var krufning þeirra manna,
er dáið höfðu úr öðrum sjúkdómum en berklaveiki. Voru
síðan framkvæmdar sérstakar berklarannsóknir á líkun-
um. Rannsóknir þessar voru mjög iðkaðar um aldamótin
síðustu. Leiddu þær í ljós, að langflestir borgarbúar, er
náð höfðu ftillorðins aldri, voru smitaðir af berklum. Til
þess að komast að raun um, hvort lifandi menn séu smit-
aðir af berklaveiki, er nú viðhaft svonefnt \>erklaj>róf.
Byggist próf þetta á því, að lifandi líkami, sem hefir orðið
fyrir smitun ákveðinna sýkla, svarar á sérstakan hátt, er
sömu sýklarnir, eða efni úr þeim, berast í líkamann öðru
sinni. Líkaminn er orðinn ofnæmur („allergiskur") fyrir
efnum sýklanna, og svarar því á annan hátt en við fyrstu
smitun.
Próf þetta hefir mikla þýðingu. Því er oft beitt til þess
að greina berklaveiki frá öðrum sjúkdómum, einkum ef
um börn eða unglinga er að ræða. Þá gefur það nákvæma
hugmynd um útbi'eiðsiu berklaveikinnar í heilum bæjum
eða landshlutum, ef mikill fjöldi íbúanna er tekinn til
slíkrar rannsóknar.
Efni það, sem notað er til berklaprófs, nefnist túber-
kúlín. Er það fundið árið 1890 af þýzka lækninum Robert
Koch, hinum sama, er fann berklasýkilinn árið 1882. Var
Heilbrigt líf — fí
81