Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 86
húðina. Aðeins lítilfjörlegir blóðdropar mega vætla úr
rispunni. í sárið er borið óþynnt túberkúlín, og verður að
halda handleggnum berum meðan það þornar, í 5—10
mínútur. Einnig má dreypa dropa af túberkúlíni á húðina
fyrst, og rispa síðan gegnum dropann. Gott er fyrir óvana,
er eiga að dæma prófið, að rispa líka aðra rispu til saman-
burðar. Er hæfilegt, að hún sé 5—10 cm. frá hinni risp-
unni. I hana er ekki börið neitt túberkúlín. Sé rispað
gegnum túberkúlíndropann, má eigi nota sama verkfæri
til að gera samanburðarrispuna.
Ráðlegast er talið að dæma prófið eftir 72 klst. Það er
talið jákvætt, ef greinilegur roði og þroti sést í rispu
þeirri, er túberkúlínið var borið í. Samanburðarrispan
á hvorki að bólgna né roðna. Er læknar dæma próf-
ið, mæla þeir bólguna og roðann í millimetrum. Bólga og
roði, sem nemur 3 millimetrum og þar yfir, þegar mælt er
þvert á rispuna, er talið jákvætt próf, en neikvætt, ef
minna er. Ef útkoman er ógreinileg, verður að endurtaka
prófið.
Próf þetta er hættulaust. Örsjaldan kemur fyrir, að
handleggurinn bólgni til muna, eða blaðra sjáist, þar sem
rispað var. Rauðar rákir upp eftir handleggnum benda á
sogæðabólgu og eitlar geta bólgnað undir holhönd. Sé
handleggnum hlíft í einn til tvo daga (settur í fetil), hverfa
einkenni þessi fljótt. Hitahækkun getur verið samfara
mikilli bólgu.
Óhætt er að fullyrða, að þetta sé algengasta aðferðin við
berklapróf. Þó er hún af ýmsum talin miður áreiðanleg.
Óhreinindi geta borizt í rispuna, og hún roðnað og bólgn-
að af því. Getur þetta villt óvana, þegar prófið er dæmt. En
aðalgallinn er sá, að próf þetta nær eigi öllum þeim, er
jákvæðir ættu að reynast. Telja flestir læknar, að allt að
10% og jafnvel fleiri svari eigi við þetta próf, ef það er
84
i
Heilbrigt, líf