Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 87
V
aðeins framkvæmt einu sinni. Vissari árangri er náð, ef
prófið er endurtekið á hinum neikvæðu.
3. Stungupróf (Mantoux-próf, intracutan-próf). Þessi
aðferð er talin nákvæmust, enda fyrirhafnarmest. Með
lítilli dælu er mismunandi sterkum þynningum af túber-
kúlíni, og nákvæmlega mældu magni, dælt inn í húðina
lófa megin á öðrum hvorum framhandleggnum. Kemur
þegar fram við það lítils háttar fyrirferðaraukning, líkt
og við mýbit. Þessar túberkúlín-þynningar eru notað-
ar: 1: 10000, 1:1000 og 1: 100. í hvert sinn er dælt inn
Vio úr ccm. Ef túberkúlínmagnið, sem dælt er inn, er mið-
að við milligrömm, verður það svarandi til þynninganna:
Vioo mgr., Vio mgr. og 1 mgr. túberkúlín.
Byrjað er með veikustu þynningunni, skammturinn
hafður Vioo mgr., og prófið síðan dæmt eftir 72 klst. Roði
og bólga, sem er 8 millimetrar eða meir að þvermáli, telst
jákvætt svar. Þeir, sem neikvæðir reynast, eru síðan próf-
aðir aftur með miðþynningunni og skammturinn hafður
Vio mgr. í næstu dælu. Dæmt er á sama hátt og áður. Loks
eru þeir, er enn reynast neikvæðir, prófaðir með sterk-
ustu þynningunni og fá þeir þá 1 mgr. túberkúlín. Dæmt
er um prófið sem fyrr.
Þetta er langöruggasta berklaprófið, en mjög fyrir-
hafnarsamt. Þeir, sem prófaðir eru, verða þannig að
koma til rannsóknanna a. m. k. fjórum sinnum. Óheppi-
legt hefir þótt að gefa fyrstu þynninguna og svo þá þriðju
strax á eftir, en hlaupa alveg yfir mið-þynninguna. Bólgn-
uðu margir mjög og urðu við það óvinnufærir. En tilgang-
urinn með þremur prófunum er, að aldrei sé notað svo
mikið túberkúlín í einu, að af því hljótist veruleg óþæg-
indi fyrir þann, sem er prófaður.
Talið er, að 60—70% af hinum smituðu svari við fyrstu
þynningu, 90—94% við aðra þynningu og allt að 100%
við hina þriðju.
Heilbrigt líf
85