Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 88
Þá hefir verið reynt að bæta Pirquets-prófið með því
að gefa þeim, er neikvæðir reynast við það, sterkustu
þynninguna. Virðist það vera framkvæmanlegt og betra
en að hlaupa yfir mið-þynninguna. Aðeins fáir bólgna þá
mikið, og berklaprófið verður mun áréiðanlegra en við
Pirquets-prófið eitt. Næst með því sami árangur og við
Mantoux-prófið. Og sá, sem prófaður er, kemur aðeins
þrisvar til prófsins í stað fjórum sinnum.
Á síðustu árum hefir verið notað hreinsað túberkúlín
til þessa prófs. Túberkúlín þetta, sem er framleitt í Ame-
ríku, hefir ýmsa kosti fram yfir túberkúlín það, er notað
hefir verið til þessa. Hreinsaða túberkúlínið er snauðara
að ertandi aukaefnum, og því verður greinilegra og
auðveldara að dæma um prófið. Þá er hægt að ákveða
styrkleika túberkúlín-þynningarinnar enn betur en áður
hefir verið unnt. Og loks nægir að prófa aðeins með tveim
þynningum í stað þriggja áður. Léttir þetta prófið mjög
verulega. Hreinsaða túberkúlínið geymist vel, og er hand-
hægt til notkunar. Það er hvítt duft, sem fæst í töflum,
mismunandi stórum. Eru þær leystar upp í vökva, er fylgir
með þeim, og er þá þynningin tilbúin. Því miður er hreins-
aða túberkúlínið mjög dýrt.
Þýðing jákvæðs prófs: Jákvætt berklapróf merkir, að
sá, er í hlut á, hafi smitazt af berklasýklum. En þó að
hann hafi smitazt, þarf hann samt eigi að vera berkla-
veikur. Smitunin getur verið margra ára gömul og líkam-
inn búinn að sigrast á sjúkdómnum til fulls. En eiturefni
sýkilsins hafa bundizt vefjum líkamans og gera vart við
sig á þann hátt, að líkaminn svarar nú með bólgu, þegar
nýir sýklar, eða efni úr þeim (túberkúlínið), reyna að
brjótast inn í líkamann á ný.
a) Berklapróf er oft notað til aðgreiningar á sjúkdóm-
um. Er slíkt helzt gert, þegar börn og unglingar eiga í hlut.
86
Heilbrigt líf