Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 89
Er þá um að ræða sjúkdóma í lungum, brjósthimnu, bein-
um, liðum, eða þrálátar eitlabólgur. En eins og áður er
greint, skal varlega álykta frá jákvæðu berklaprófi til
berklasjúkdóms. Þó má oftast telja, að börn yngri en 2ja
ára, sem jákvæð reynast við berklapróf, séu berklaveik,
nema annað sannist við frekari rannsóknir, t. d. röntgen-
skoðun, magaskolvatnspróf o. s. frv. Eldri börn — 2-5
ára — skal varlega álykta berklaveik, þó að jákvæð séu.
Þarf þá ávallt frekari rannsókna við. Og úr því að barnið
er eldra en 5 ára, merkir jákvætt próf aðeins, að það hafi
einhvern tíma orðið fyrir berklasmitun.
b) Með endurteknu berklaprófi á þeim, sem neikvæðir
eru, má ákveða smitunartíma manna. Sé berklaprófið t. d.
framkvæmt á þeim árlega, á y% árs fresti eða jafnvel oftar
(eins og oft á sér stað, ef um veikindi er að ræða og
sjúklingar undir eftirliti), er auðvelt að kveða nánar á
um þetta. Maður, sem reynist hafa jákvætt berklapróf, en
var neikvæður 3 eða 6 mánuðum áður, hefir án efa smit-
azt á þessu tímabili. Þetta hefir hina mestu þýðingu, bæði
að því er varðar manninn sjálfan og umhverfi hans. Það
má telja víst, að hann hafi á þessum tíma dvalið eða verið
í návist smitandi berklaveiks sjúklings. Þá er það hlut-
verk héraðslæknisins eða berklavarnarstöðvarinnar, sem
starfar í hlutaðeigandi héraði, að hefja þegar í stað rann-
sóknir til þess að hafa uppi á smitberanum, sé hann óþekkt-
ur. Og fyrir sjúklinginn hefir þetta hina mestu þýðingu.
Það er mjög títt, að menn veikist stuttu eftir að þeir smit-
ast af berklaveiki. Oft er sjúkdómurinn vægur í byrjun,
en ágerist eftir því, sem á líður. Sá, er veit með vissu,
hvenær hann hefir tekið sjúkdóminn, getur gætt allrar
þeirrar varúðar, sem unnt er að koma við. Hvíld, gott og
hollt viðurværi, hreint andrúmsloft og heilbrigt líferni í
hvívetna hefir oft mest áhrif í byrjun sjúkdómsins, og
Heilbrigt líf
87