Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 90
getur vafalaust oft á tíðum komið því til leiðar, að sjúkling-
urinn sigrist á honum til fulls.
c) Við kerfisbundnar berklarannsóknir hefir berkla-
prófið ennfremur mikið gildi. Með víðtæku berklaprófi á
börnum tekst oft að finna berklaheimilin; börnin frá þeim
eru þá jákvæð. Verður það til þess, að allt heimilisfólkið
er rannsakað og finnst þá oft sá, er smitun hefir valdið.
Ef um heildarrannsókn íbúa ákveðins þorps eða landshluta
er að ræða, er berklapróf framkvæmt á öllum íbúunum
allt að 30 eða 40 ára aldri. Allir hinir jákvæðu eru síðan
röntgenskoðaðir, en hinum neikvæðu er sleppt við þá
rannsókn. Við slíkar rannsóknir er ávallt miðað við 1 mg^r.
Mantoux-próf.
Þýðing neikvæðs berklaprófs: Sé prófið neikvætt, roðn-
ar húðin hvorki né bólgnar. Neikvætt próf merkir, að hinn
prófaði hafi annað hvort aldrei smitazt af berklasýklum,
eða sýklarnir og eiturefni þeirra séu með öllu á bak og
burt úr líkamanum. En slíkt á sér aðeins örsjaldan stað
(2—3%). Neikvætt er berklaprófið því aðeins talið hjá
fullorðnum, að prófað hafi verið með 1 mgr. túberkúlíni
eða sterkari þynningu hins hreinsaða túberkúlíns (þ. e.
Mantoux-próf). Pirquets-prófið eitt gefur oft góðar upp-
lýsingar, en er þó, sem áður greinir, hvergi nærri einhlítt.
Ávallt verður að dæma hið neikvæða berklapróf með
nokkurri varkárni. Þannig getur komið fyrir, að þeir, sem
eftir ofangreindum reglum ættu að teljast jákvæðir, svari
ekki við prófið og verði því dæmdir neikvæðir. En slíkar
undantekningar eru fáar og eru skýrðar á þann hátt, að
ofnæmi líkamans fyrir efnum sýklanna, sem berklaprófið
byggist á, sé annað hvort eigi myndað í Iíkamanum, eða
líkaminn sé í slíku sjúkdómsástandi, að ofnæmi þetta liggi
niðri og nái éigi að myndast. Skulu nefndar hér stuttlega
helztu orsakir, er þessu geta valdið.
88
Heilbrigt líf