Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 91
a) Þess var áður getið, að sex til átta vikur liðu, frá þvf
að menn smituðust, unz túberkúlín-næmi gerði vart við'
sig, þ. e. að berklaprófið yrði jákvætt. Séu miklar líkur til
þess, að menn hafi nýlega smitazt af berklaveiki, t. d. ef
vitað er, að þeir hafi dvalið samvistum við smitandi berkla-
sjúklinga, eða sjúkdómseinkenni bendi fremur í þá átt, að
um mjög nýlega smitun geti verið að ræða, skal ávallt
endurtaka berklaprófið, hafi það verið neikvætt í byrjun.
b) Sjúklingar langt leiddir af berklaveiki eru stundum
neikvæðir. Eru það einkum þeir, er komnir eru að dauða
úr lungna- eða heilahimnuberklum. Er sjúkdómsgreiningin
þá oftast orðin læknum svo auðveld, að berklaprófið gerir
hvorki til né frá.
c) Ýmsir bráðir sjúkdómar geta enn fremur valdið þvír
að menn, sem áður hafa verið jákvæðir, verði neikvæðir
um stundarsakir. Þeir sjúkdómar, er hér um ræðir, eru
sjaldan langvinnir. Helztir þeirra eru mislingar, skarlats-
sótt og kíghósti. Ennfremur geta sjúkdómar, svo sem
lungnabólga og botnlangabólga, dregið nokkuð úr túber-
kúlín-næipi. Er auðsætt af þessu, að ávallt verður að dæma
varlega um berklapróf á sjúklingum, sem tekið hafa þessa
sjúkdóma, eða nýlega haft þá. Hafi það reynzt neikvætt
við slíka rannsókn, ber ávallt að endurtaka það að tveim
til þrem vikum liðnum.
d) Þá virðist svo sem túberkúlín-næmið minnki með
aldrinum. Kemur þetta í ljós um sextugsaldur, og eru oft
talsverð brögð að því hjá gömlu fólki. Hvort hér er um að
ræða sjúklegt ástand líkamans, er orsakast af duldum
sjúkdómum, eða að líkaminn hafi sigrazt til fulls á berkla-
smituninni, skal hér ósagt látið. Hjá yngra fólki kemur
þetta örsjaldan fyrir.
Berklaprófið er í eðli sínu hættulaust, og má því fram-
kvæma það á öllum. Fullkomins hreinlætis verður þó
eðlilega ávallt að gæta. Óþægindi þau og verkir, er stund-
8&
Hcilbri.gt líf