Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 93
■Dr. Júlíus Sigurjónsson:
SÍLDIN
HOLL OG ÓDÝR FÆÐA
Síldinni er mokaS upp úr sjónum hér við( land á sumrin.
Hún er söltuð eða sett í bræðslu og nær öll seld til útlanda,
því að markaður innanlands er mjög lítill.
Nokkuð mun vera borðað af nýrri síld, þar sem hún
berst á land, einkum í byrjun síldveiðitímans ár hvert
En ný síld, a. m. k. Norðurlandssíldin, er mjög leiðigjörn,
vegna þess hve bráðfeit hún er, og gefast margir upp við
hana löngu áður en síldveiðitíminn er á enda, þótt stuttur
sé. Öðru máli er að gegna um saltsíldina. Þeir, sem á ann-
að borð hafa „lært átið“, þreytast ekki á henni fremur en
t. d. fiski, sem er á hvers manns borði, ef ekki daglega, þá
að minnsta kosti oft í viku allan ársins hring, þegar til
hans næst.
Kjöt og fiskur eru í flokki hinna dýrari matvæla, eins
og flestar eggjahvíturíkar fæðutegundir úr dýraríkinu.
(Þegar talað er um fisk hér á eftir, er eingöngu átt við
algengustu tegundirnar, þorsk og ýsu.) Fiskur er að vísu
talinn ódýr fæða hér á landi, a. m. k. í samanburði við
kjöt. En fæstir munu gera sér fulla grein fyrir því, hve
næringargildi eða orkumagn fisksins er lítið, miðað við
jafnvægi kjöts. Þetta liggur í því, að auk eggjahvítunnar,
sem er nokkru meiri í kjötinu, inniheldur það líka fitu, og
er hún að jafnaði talsvert meiri en eggjahvítan. Aftur á
móti er sárlítil fita í fiskinum. Sé svo athugað, að úr
hverju grammi af fitu fæst heldur meiri orka en úr 2
Heilbrigt líf
91