Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 95
yfir, að í henni er talsvert af A- og mjög mikið af D-víta-
mínum. Er það mikill fengur, því að þessi vítamín vilja
oft verða af skornum skammti í daglegu fæði, ef ekki er
bætt upp með lýsi. Auk þess er síldin kalkríkari, og inni-
heldur álíka mikið af járni og kjöt (miðað við sama orku-
magn).
Þegar á allt er litið, er síldin því að ýmsu leyti meiri
kostafæða en kjöt og fiskur, en þó margfalt ódýrari. Er
því auðsær hagnaður að auka neyzlu hennar.
Síldin ætti helzt að vera dagleg fæða á KVerju heimili.
Væri það góð regla að hafa hana einu sinni í viku til mið-
degisverðar, og auk þess ávallt á kvöldborðinu. Mundi hún
þá m. a. geta komið í stað ýmis konar áskurðar, sem oft
er með allradýrustu matartegundum. Ef alltaf væru fram-
reiddar nýsoðnar kartöflur með síldinni, rnundi kartöflu-
neyzlan líka aukast talsvert, og væri það eitt mikiil ávinn-
ingur.
En hvernig á að kenna fólki að borða síld? Sennilega
er það ekki alllítill hluti landsmanna, sem varla hefir nokk-
urn tíma smakkað síld. Fjöldi fólks hefir fyrir fram ótrú
á saltsíldinni og gerir ekki ótilkvatt neina tilraun til þess
að kynnast henni af eigin reynd. Ýmsar matreiðslukonur
hafa sýnt lofsverðan áhuga á því að kenna fólki að borða
síld, og námskeið hafa verið haldin, þar sem kennt hefir
verið að búa til ótal síldarrétti. Hefir þetta sjálfsagt bor-
ið nokkurn árangur, en þó minni en skyldi, ef til vill með-
fram af því, að of mikil áherzla hafi verið lögð á það í
byrjun að kenna tilbúning sem fjölskrúðugastra rétta úr
síldinni. Að vísu er gott að geta haft fjölbreytni í mat-
reiðslu. En þegar um það er að ræða að kenna fólki al-
mennt síldarát, hygg ég, að heppilegast muni vera að ein-
beita sér að því að kenna sem allra einfaldasta matreiðslu,
er vandalaust sé að læra eftir fyrirsögn. Síldin er að
margra dómi bezt eins og hún kemur upp úr tunnunni,
Heilbrigt líf
93