Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 97
Jóhann Sæmundsson,
yfirlæknir:
BAKTERÍUR, VINIR OG
FÉNDUR LÍFSINS
Frá alda öðli hefir mannkynið háð baráttuna við pestir
og farsóttir, og lengi vissu menn næsta lítið um orsakir
þeirra. Enn skortir mikið á, að menn viti um orsakir eða
hinztu rök ýmissa sjúkdóma, en mikið hefir þó á unnizt,
einkum síðan smásjáin kom til sögunnar. Fyrir þann tíma
héldu menn, að sóttir bærust með loftinu, fyrir tilverknað
illra anda, bölbænir, álög, galdra o. s. frv.
En smásjáin markar tímamót í þessum efnum. Hún ger-
ir oss kleift að sjá svo örsmáa hluti, að stækka verður þá
mörg hundruð sinnum, til þess að augað geti greint þá.
Smásjáin var fundin upp laust fyrir aldamótin 1600 af
hollenzkum feðgum, Janssen að nafni, er stunduðu gler-
augnasmíði. Talið er, að Hollendingurinn Leeuwenhoek
(1632—1723) hafi fyrstur manna komið auga á bakteríu
í smásjá. En raunhæfa þýðingu sem veigamikið vopn í bar-
áttu mannanna við sjúkdóma, fékk hún eigi fyrr en 250
árum eftir að hún var fundin upp, og beindi smásjáin
þeirri baráttu inn á sigursælar brautir. Frakkinn Pasteur
og Þjóðverjinn Koch voru brautryðjendur í þeim efnum.
Bakteríur eru örsmáar lífverur, ósýnilegar með berum
augum, svo smávaxnar, að milljónir þeirra fylla eigi meira
rúm en títuprjónshaus. Segja má, að bakteríur séu alls
staðar nálægar, þar sem þær hafa lífsskilyrði. Líkur benda
til, að þær geti lifað í dvalaástandi svo skipti þúsundum
Heilbrigt líf
95.