Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 98
.ára, t. d. í koJalöguni, og virðist svo sem tekizt hafi að
lífga þær við að nýju. Þá er því jafnvel haldið fram, að
bakteríur hafi fundizt innan í loftsteinum, og mundi það
benda til, að þessar lífverur þrífist einnig utan jarðar
vorrar.
Þau lífsskilyrði, sem bakteríur þarfnast, eru hæfilegt
hitastig, raki og lífræn næringarefni. Er því eðlilega mest
af þeim í nánd við hið sýnilega líf, sem vér þekkjum svo
vel, þ. e. dýr og jurtir, eða leifar þeirra.
Bakteríurnar eru sennilega hinir mestu vinir lífsins og
þróunar þess, enda þótt sumar tegundir þeirra, þ. e. a. s.
sýklarnir, leiki oss oft grátt. Þær eru bústýrur í búskap
náttúrunnar. Þær vinna úr úrgangsefnum lífveranna á
láði og í legi, taka við leifum dauðra jurta og dýra, bregða
þeim í deiglu og búa til úr þeim næringu handa jurtun-
um. Dýrin lifa síðan á jurtunum eða hvert á öðru. Bakterí-
urnar eru því tengiliður milli þess lífs, sem var, og þess
lífs, sem koma skal.
Hrollur og angist grípur margan manninn, þegar minnst
er á bakteríur. Flestir líta á þær sem launmorðingja, er
sitja hvarvetna á fleti fyrir, albúnar til að vinna oss mein.
En slíkt er hin mesta fjarstæða, eins og bent hefir verið
á hér að framan. Er því engin ástæða til að skelfast, þótt
við vitum, að þeirra sé víða von. Til er hinn mesti sægur
af bakteríum. Þeim er skipt í flokka, ættir og tegundir.
Þegar heitið baktería er notað í sinni víðtækustu, alþýð-
legu merkingu, má segja, að sumar bakteríur teljist til
lægstu stiga dýraríkisins, en flestar til jurtaríkisins.
Bakteríur eru einfrumungar, þ. e. líkami þeirra er að-
eins ein fruma. Að ytri gerð eru þær allólíkar — hnatt-
laga, striklaga, eða líkt og skrúfa eða gormur. tJt úr sum-
um þeirra standa örfínir þræðir, sem þær nota líkt og
árar til að hreyfa sig úr stað, þegar þær eru í vökva. Ann-
ars eru þær jafnan staðbundnar. Eins og aðrar lifandi ver-
■96
Heilbrigt líf